Sælir félagar.
Nú er farin af stað undirbúningsvinna fyrir unglingaflokk (15-17ára) í rallycrossi sem keyrður verður í sumar. Það er verið að vinna í sponsor málum fyrir líklega keppendur til að minnka allan kosnað. Reglum sem notaðar voru hefur nú verið breytt og ætti það að einfalda smíði bílana og rekstur þeirra.
Það hefur verið prentaður bæklingur til kynningar flokknum og nýja heimasíðu klúbbsins sem ætti að vera komin í fullan gang nú stax eftir helgi, þangað til er gamla síða klúbbsins uppi.
'Eg óska hér eftir áhugasömum einstaklingum sem hafa hug á að keppa eða horfa á syni eða dætur þeysast á brautinni í sumar.
Hér eru nýjar reglur um flokkinn en þær eiga eftir að slípast eitthvað.
Kv.
Páll Pálsson
S:822-0501
www.aik-rallycross.com
2p@vortex.is
Reglur
Hámarksvélarstærð: 1400 rúmsentimetra, (1,4L) og eða 90 hestöfl frá framleiðanda.
Allar véla”tjúningar” bannaðar, upphafleg púsgrein skal notuð, pústflækjur bannaðar.
Upphafleg fjöðrun, má skipta út dempurum og gormum, þá fyrir hluti sem ætlaðir eru fyrir viðkomandi bíl.
Framdrifsbílar eingöngu leyfilegir.
Driflæsingar bannaðar.
Hámarksbreidd dekkja er 175/?R?, með sumarmynstri.
Plastrúður leyfilegar, nema í framrúðu, þar skal vera rúða úr lameneruðu öryggisgleri(orginal)
Fjarlægja má allt úr bíl nema hurðaspjöld og mælaborð.
Breytingar á yfirbyggingu bifreiðar eru bannaðar, lausir bodyhlutir skulu vera upphaflegir og ekki er leyfilegt að klippa úr þeim.
Körfustólar skylda, fjögurra punkta belti með stjörnulás.
Það sem ekki er talið upp hér skal styðjast við almennar reglur AIK um smíði rallycross bíla.