Fyrir utan það að vera framúrstefnulega hannaður var þessi bíll mjög tæknilegur fyrir Japan þess tíma. 2 lítra, 6 sílindra vélin notaði sjö legu sveifarásinn, stimpilstangirnar og M-series blokkina úr Toyota Crown. Olíupannan var alloy steypt og heddið var glænýtt. Það var með tveimur yfirliggjandi knastásum, 12 ventlum og hálfkúlulaga brunaholum. Hallinn á ventlunum var 79° og kertin voru í miðju brunaholinu. Stroke og bore var 75mm. Hámarksaflið var 150hö@6600 s/m og mesta tog var 175 Nm@5000 s/m. Vélin notaðist við þrjá Mikuni-Solex blöndunga. Bílinn var að skila 75hö á lítra, og það er mjög gott miðað við það að núna er Honda S2000 að skila u.þ.b. 100hö á lítra og hann er þó hlaðinn tölvubúnaði.
Hægt var að fá keppnisútgáfu. Hún hafði þrjá 45mm Weber blöndunga, aðra knastása og hærra þjöppunarhlutfall til að framleiða 200hö við himinháann snúning; 7200 s/m. Meira að segja götuútgáfan hafði púst sem var með tveimur löngum greinum sem hvor um sig tengdist 3 strokkum og tvö rör sem komu undan miðjum bílnum að aftan.
Aftan á vélina kom 22cm kúpling og þar fyrir aftan var all-synchro, close-ratio 5 gíra kassi. Fjórði gírinn var með 1:1 hlutfall og sá fimmti var með 0.844 overdrive. Bílinn var með LSD með hlutfallinu 4.375 en hægt var að fá 4.625 og 4.111 hlutföll sem aukabúnað.
Undirvagninn var líka mjög þróaður. Bílinn hafði rack og pinion stýri, sjálfstæða fjöðrun með A-örmum á hverju hjóli, vacuum-boosted diskabremsum á öllum hjólum, framdiskarnir voru 28cm en afturdiskarnir voru 26 cm. Lýsandi fyrir tæknistökkið sem Toyota var að taka var sú staðreynd að þetta var þeirra fyrsti bíll með rack og pinion stýri.
Og að sjálfsögðu var gormafjöðrun allan hringinn. Bílinn var á 15” magnesíum felgum og 165/65 dekkjum sem þóttu of mjó fyrir bílinn.
Inni í bílnum var rósviðarklæðning ráðandi. Þetta gæti hljómað undarlega en á þessum tíma voru allir almennilegir sport/GT bílar með viðarklæðningu-og Yamaha var á þessum tíma stærsti framleiðandi píanóa í heiminum. Mælaborðið var með tvo aðal mælana beint fyrir framan ökumanninn, Hraðamæli sem sýndi 260 km/h og snúningshraðamæli sem sýndi 9000 rpm og redline-aði við 7000 rpm. Fimm mælar í viðbót voru í mælaborðinu, amperamælir, vatnshitamælir, smurhitamælir, smurþrýstimælir og eldsneytismælir. Einnig var 2000GT með AM útvarp með sjálfvirkrileit, telescopic stýri, “rally” klukku, hita í afturrúðu, bakkljós og olíukæli.
Boddýið var ekki monocoque heldur (sumstaðar allt að 25cm djúpt) X-backbone chassis, svipað í hönnun og það sem var í Lotus Elan. Boddýið var handsmíðað úr áli og sagt var að engir tveir bílar væru eins. Þyngdardreifingin milli fram- og afturhluta var nærri 50:50. Aðeins 337 bíll var nokkurn tíma smíðaður. Þessir bílar seljast í dag á u.þ.b. 60.000-100.000 dollara á uppboðum.
Auk þess að vera seldur í Japan, var 2000GT seldur í USA, en aðeins með stýrið hægra megin að því er virðist. Prófanir þar sýndu að bílinn fór í 100 km/h hraða á 10.0 s og að hámarkshraðinn var 206 km/h. Toyota hélt þó fram 220 km/h hámarkshraða. Kvartmílan var farin á 16.6 s.
Í október 1966 sannaði 2000GT sig í 78 klst endurance keppni. Á þessum 78 klst bætti hann 13 alþjóðleg met og 3 heimsmet í 1.500-2.000 flokknum, 206,02 km/h meðalhraða í 72 klst, 206,04 km/h meðalhraða í 15.000 mílur og 206,18 í 10.000 mílur.
2000GT vakti slíkt umtal að Sean Connery keyrði annan af tveimur sérstökum topplausum 2000GT bílum í Bond myndinni “You Only Live Twice”. Bond hafði aldrei áður keyrt bíl sem var smíðaður utan Bretlands, hvað þá Evrópu. Það að 007 skildi aka Toyota þegar Japanskir bílar voru álitnir ómerkilegir segir mikið um áhrif 2000GT á heiminn.
Maður veltir því fyrir sér hvað hefði getað orðið ef Toyota hefði haldið áfram að þróa bílinn og lækkað verðið. Bíllinn kostaði u.þ.b. helmingi meira en Jaguar E-type og Porsche 911. Og hvað ef þeir hefðu haldið áfram með kappakstursliðið?
Bauksi
“Og hana nú” sagði graða hænan.