Nissan Sunny GTi-R Margir hafa haldið því fram að Nissan Skyline GT-R sé einn besti og skemmtilegasti japanski performance bíllinn sem farið hefur í framleiðslu sl 10-15 ár. Gott gengi hans á japönskum og áströlskum akstursbrautum varð til þess að þarlendir akstursunnendur gáfu honum nickið Godzilla. Hérna kemur smá umfjöllun um son Godzilla, Nissan Sunny GTi-R.

Nissan Sunny GTi-R (einnig þekktur sem Nissan Pulsar GTi-R í nokkrum löndum) var fyrst framleiddur árið 1990 og var til að byrja með eingöngu fáanlegur í Japan sem árgerð 1991. Vélin var 2000 cm3, 16 ventla túrbóvél sem skilaði 227 hestöflum, torkaði 200 lb/ft og kom bílnum á 100 km hraða á 5.3 sek . Að auki var bíllinn með háþróuðu 4WD sem skipti aflinu 50/50 á milli fram- og afturhjólanna í venjulegum akstri en ef td bæði framhjólin misstu grip færist allt aflið til afturhjólanna og sagði Car Import Guide í okt/nov blaði sínu árið 1999: With the four-wheel drive turbocharged GTi-R, Nissan was doing an Impreza WRX years ahead of Subaru". Fjórhjóladrifið er keyrt áfram af tölvukerfi sem kallast ATTESA (Advanced Total Traction Engineering System for All-terrain) og vinnur í stuttu máli sagt þannig að það það fylgist með því hvaða hjól hefur minnsta grip og færir afl til þess hjóls sem hefur mesta gripið. Japanska útgáfan var það að auki búinn búnaði sem í dag telst vera sjálfsagður staðalbúnaður og má þar nefna ABS og loftkælingu. Einn athyglisverðasti aukabúnaðurinn er að mínu mati regnhlíf sem mátti draga út úr sérstöku hólfi í annarri hurðinni. Hámarkshraði var um 240 km/klst sem þótti ekkert sérstaklega mikið en þess ber þó að gæta að bíllinn er gíraður með það í huga að ná góðri hröðun frekar en miklum hámarkshraða

Árið 1992 var GTi-R opinberlega fluttur inn til UK, en hann hafði áður komist þangað í gegnum grey import. Munurinn á japönsku útgáfunni og UK týpunni var helstur sá að UK týpan var 7 hö fátækari og svo var regnhlífinn í hurðinni horfin. Hann var einnig talsvert hrárri að innan og svo var innspýtingin í japönsku útgáfunni stærri sem þýddi að hægt var að tjúnna hann meira og á það atriði horfðu margir Bretarnir þegar kom að því hvort velja skyldi UK spec eða grey import. UK útgáfan var boðin til sölu á árunum 1992 og 1993.

Nissan hætti framleiðslu á GTiR bílnum árið 1994 og komu síðustu bílarnir á götuna sem árgerð 1995. Einungis 70 UK spec bílar voru seldir í UK en mun fleiri eintök komust á götuna í gegnum grey import. Margir af UK spec bílunum voru útbúnir sem rallýbílar og er því óhætt að segja að það sé erfitt að finna GTi-R UK spec bíl í boðlegu ástandi í dag.

Talsvert margir GTi-R bílar hafa verið fluttir inn til UK og hafa þeir lang flestir verið tjúnaðir að einhverju marki. Silvia Engineering hefur tjúnnað svona bíla í mörg ár og má því segja að þeir séu sérfræðingar í Sunny GTi-R. Samkvæmt þeim á að vera lítið mál að koma svona bíl uppí 330-340 hö með því að breyta hlutum eins og pústi, loftsíu og færa intercoolerinn framan á vélina. Með enn meiri og að sjálfsögðu kostnaðarsamari breytingum má koma honum langleiðina uppí 400 hestöfl en til þess þarf ma að breyta innspýtingu og setja nýja ECU í hann.