Sportbílar uppi á jökli
Dekkjaframleiðandinn Pirelli er búinn að flytja inn nokkra sportbíla til landsins og má þar ma nefna 15 Porsche og Jagúar sportbíla. Ástæðan að baki þessum innflutningi er kynning á vegum Pirelli á nýjustu tegund vetrardekkja frá fyrirtækinu sem fer fram á næstu dögum. Áætlað er að um 400 blaðamenn og dekkjakaupmenn víðsvegar frá Evrópu muni mæta á kynninguna. Svona fyrirtæki kostar nokkur hundruð milljónir og fer þannig fram að ruddar hafa verið sérstakar brautir uppi á Langjökli. Þangað verða bílarnir fluttir og fá svo gestirnir að spreyta sig á reynsluakstri. Ef ég man rétt þá fór svipuð kynning fram hér fyrir nokkrum árum og þá gerði norðanátt um leið og bílarnir voru komnir uppá jökul og snjóuðu þeir flestri í kaf og tafðist kynningin um þann tíma sem það tók að moka þá upp. Man meðal annars eftir mynd úr Mogganum af dökkgrænni Mözdu Miata í blæjuútgáfu sem hafði næstum fennt í kaf. Eflaust einn af fáum eða jafnvel eini blæjusportbíllinn sem hefur verið keyrður uppá miðjum jökli.