BMW 507 Það tók BMW mörg ár eftir seinna stríð að ná aftur að framleiða bíl í sportbílaflokknum, það var nánartiltekið árið 1956.
Bíll þessi var búin 3,2L V-8 vél sem var að skila 150hp@5000rpm og togaði 173nm@5200rpm vél þessi var tveggja blöndunga og sett 4-gíra skipting við hana.
Allt þetta skilaði bílnum sem vó rúmlega 1331kg frá 0-100km/h á 8,8sek og var endahraðin 198km/h.

Skelin var hönnuð af Albrecht Graf Goertz Greifa og var aðalega úr áli sem skýrir léttleikan, skelin var hönnuð á undirvag af sedan bíl frá BMW. Einnig þótti fjöðrunin með afbrigðum góð.
Bíllin var bara tveggja sæta og var hannaður til að taka við af BMW 328 (sem meðal annars var tilnefndur bíll aldarinnar).

Ekki er annað hægt að segja að þrátt fyrir að aðeins 253 eintök hafi verið smíðuð (á árunum 1956-59, fyrir utan frumgerð er var smíðuð árið 1955, bílar þessir kostuðu um $9000stk þá og þess má til gamans geta að Elvis Presley var meðal þeirra fyrstu til að festa kaup á þessari bifreið, sjá mynd) þá sló þessi bíll rækilega í gegn og sannaði að BMW menn væru komnir til að vera!
S.s.S