Ég hef séð alveg hauginn af bílum á cheap felgum, ég ætla ekki að fara nefna nein nöfn á felgu framleiðendum en mér liggur á hjarta að vita afhverju að kaupa felgur með lélegt lakk eða krómhúð, ég er t.d með Hamann felgur á BMW og þetta er alveg toppurinn,
Ef ég væri að kaupa felgur þá myndi ég eyða meiru til að fá gæði og flottari. Ég sé líka bíla á krómfelgum , mér fannst það vera flott fyrir 4árum en núna er þetta horfið í tjúnheiminum, auðvitað má hver gera eins og honum sýnist en sumir eru auðséð að reyna að vera up2date en falla strax þegar þeir setja krómfelgur undir,
Hvítar felgur eru að koma sterkt inn, einnig felgur sem eru sprautaðar í sama lit og bíllin, líka flip-paint felgur. Mér finnst silfur grár með polished rim vera flottastar.
Best að segja það sem ég er að reyna að kreista úr mér, Íslendingar hafa lítinn sem engan metnað til að gera bíllin flottan, málið er bara að eyða sem minnst(spara sem mest). Ég meina ef maður á ekki fyrir einhverju þá er bara að safna lengur, all things come to those who wait.
Ekki taka þessu vitlaust, það eru flottir bílar þarna úti,
t.d Grá Mazda RX-7 með ljósahlífum og slick flottum felgum,
Toyota Supra á “18 BBS RKII,
Fjólublár Sierra Cosworth, hann ætti að vera á ”17 minnst.
Félagi minn var að skipta um bíll og fékk sér
Opel Astra 1.8 með þessum aukahlutum,
spoiler kit, "17 felgur , filmur , ýmistlegt dót inní hann, DTM stúttum
Svo keypti hann hjá mér
H&R 45mm lækkunar gorma, bíllinn kemur vel út með gormanna, ég sá hann þegar original voru undir og hann var fáranlegur,
Ó ég vill líka koma því að með olíu pönnu vesen hjá VW bílum Golf og Passat t.d, þeir fengu víst bréf um að geta hækkað ´bíllin fyrir 14þkr útaf olíupönnuni, what!!, VW er bókað með öðruvísi pönnur sem eru flattari og passa undir án þess að rekast í að neðan, Hekla nennir bara ekki að vera að skipta um olíupönnur á öllum þessum bílum, bjánar. Ég hef séð VW Golf lækkaðan 80mm að framan og 60mm aftan það er flott.
Gunnar
GST