Svo er mál með vexti að ég náði bílprófinu seinasta föstudag og fæ prófið á föstudaginn..
En það er reyndar ekki það sem ég ætla að tala um. Ég ætla að tala um ökukennarann minn. Ég mun ekki nafngreina hann því þá er óvíst að greinin verði birt.
Ég kláraði fyrri hluta námsins í byrjun janúar, semsagt ökuskóli 1 og 11 tímar þannig að ég geti farið í æfingarakstur. Ætla að byrja á að segja frá því sem hann sagði við mig í byrjun náms.
Að ég ætti að fá öll námsgögn hjá honum
Að ég þyrfti ekki að borga ökutíma þegar ég væri í prófinu (spurði hann að því)
Að tíminn myndi kosta 3900 allann tímana líka þá sem ég ætti eftir að taka.
Ég byrja að keyra og kallinn leyfir mér aldrei að stjórna petölunum sjálfur sama hvað ég böggast út í hann útaf því. Semsagt ekki góður kennari að láta mann ekki læra af mistökum og gera þá betur (tek það fram að hann var ekki hættur þessu meira að segja seinasta tímann fyrir próf).
Síðan kemur að skuldadögum fyrir fyrri hlutann. Tjjaa alveg semí sáttur með upphæðina átti reyndar ekki alveg fyrir henni… maður verður nú að standa við orð sín og borga skuldir sínar…
Kíki á reikninginn 53 þús. kall, ég bara oki átti bara rúmlega 40 þús. Eða 42 þús. Ég legg það inn á reikninginn hans en er samt búinn að hringja í hann og spurja hann hvort það sé ekki í lagi að ég borgi honum afganginn þegar hann kemur með ökunámsbókina frá sýslumanni, og hann bara okei samþykkir það. Semsagt legg 42 þús. inn á reikninginn hans og þá stendur rúmlega 11 þús. eftir sem ég borga honum þegar hann kemur með bókina (mamma lét mig hafa þennann pening til þess að borga honum).
Svo hef ég nám aftur alveg grunlaus um þessa “skuld” fæ sms um að ég EIGI að mæta um helgina í ökuskóla 2 og ég bara nei er að vinna og hann þú verður að mæta ég, ég er búinn að skrá þig. En endar með því að ég fer 2 vikum eftir í ö2. Síðan byrja ég að keyra aftur hjá honum. Svo í seinasta tímanum fyrir prófdaginn fæ ég reikning sem stemmir bara alls ekki, þar sem hann var upp á rúmlega 50 þúsund krónur. Ég segi: Þetta stemmir ekki það sér hver heilbrigður maður, og hann þú skoðar þetta þá fattar þú þetta og hálfpartinn ýtir mér út úr bílnum, og ég fer í skólann. Fer með reikninginn til pabba og við skoðum hann í sameiningu, sjáum að hann er búinn að hækka tímana (ekki nema 100 kall en þið sjáið að það skiptir máli hér rétta á eftir).
Hann er að rukka mig um 11 þús. kallinn sem ég borgaði í peningum til hans. Hann er búinn að færa verðið á þeim tímum sem ég var búinn að borga upp um þennann pening og þannig rukka mig aftur um tíma sem ég var búinn að borga. Hann klínir 10-20 mínútum á suma tíma og rukkar mig fyrir það. Og rukkar mig aftur um ökunámsbókina. Við bara hvað er maðurinn að pæla. Finnum gömlu kvittunina til að sjá verðið á tímunum. Færum niður verðið á tímunum og reiknum allt sem við eigum að borga og borgum það en sleppum samt bara þessum 11 þús.
Síðan hringir hann hvað eftir annað meðan ég er í skólanum (hann hringdi 15 sinnum á 3 klst alltaf hitti hann á mig þegar ég var í tíma) síðan 11 sinnum eftir það ( og þá tel ég ekki skiptin sem hann hringdi heim úff bara hans númer á stórum númerabirti) Læt pabba hringja í hann og við erum að ákveða hvað við eigum að gera.
Öll ráð vel þegin sérstaklega frá þeim sem hafa lent í svipuðum aðstæðum (kanski sama manni)
Vara allavega við þessum manni