Sorglegir þjófar... Einn morgunn fyrir ca. 2 vikum síðan ætlar bróðir minn að skreppa í bíltúr á bílnum sínum. Þegar hann kemur út sér hann að bíllinn stendur á múrsteinum og gömlum tjökkum. Felgurnar undir bílnum og þaraf leiðandi dekkjunum hefur verið stolið. Það eina sem er fyndið er að bíllinn var á varadekki og því bara þrjár felgur og dekk horfnar…er eitthvað sorglegra en þjófur með þrjár flottar felgur? Umboðið hefur að sjálfsögðu verið látið vita og því ekki möguleiki á að kaupa þá fjórðu nýja.

Felgur þessar eru talsvert sérstakar og mjög sjaldgæfar er mér sagt hér á landi. Merkið er BBS RX og með gatadeilingu 4*114. 2 ný dekk voru undir bílnum af gerðinni Marshal Power Racer II 215/40 zr 17 83w en eitt dekkið er öðruvísi, man ekki frá hvaða framleiðanda en það er 215/45 R17.

Hægt er að þekkja felgurnar á því að þær eru kantkeyrðar (beyglaðar, ekki rispaðar) og að á einni er búið að rífa blýin úr að innan og setja blý á innri kantinn. Svo er búið að límkítta dekkið við felguna þar sem beygla er á henni, það er þá felgan sem er ekki með Marshal dekkjunum, svo á ein felgan að vera eitthvað grjótbarinn.

Það sem mér finnst merkilegast við þetta er að bíllinn stendur á stóru og upplýstu bílastæði á milli blokka en því miður varð enginn var við neitt. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir svona þjófnaði? Þetta er samtals tap upp á um 200 þúsund kr. fyrir bróður minn og því býður hann hverjum þeim sem getur vísað honum á felgurnar góð fundarlaun.

Með kveðju,
IceCat