jæja… átti fyrst bara að vera svar… svo korkur en er orðið svo langt að ég er að reina við grein núna! Búinn að heira ýmsar útgáfur af þessum hraðatakmörkunar+/- eitthvað… einn vitnaði meira að segja í lagagrein….trú því nú rétt tæpilega en nenni samt ekki að fletta því upp (sá sagði 105km/klst)… bara af því að ef hámarkshraðinn er 90km/klst þá segir nú varla í lögum að maður megi keira 104km/klst!! Pabbi sagði mér eftir að ég fékk bílpróf að uppgefinn hámarkshraði + 10% + 3km/klst.. og ef þú ert stoppaður eru 3 km/klst dregnir af vegna skekkjumarka radarsins (en þetta er nú bara enn ein útgáfna) og hef ég aldrei verið stoppaður eftir fleiri tugi ferða milli Akureyrar og Reykjavíkur á 102km/klst… sem er 90 + 10%(9) + 3 og veit ég að mínus 3km/klst sem skekkjumörk er rétt(allavega á Akureyri eftir að hafa þurft að fara með félaga mínu inní lögreglu bíl sem stoppaði hann) þar sem ég spurðist fyrir og þer játuðu því og sá ég mældan hraða og viti menn, á sektinni sem kom svo eftir nokkra daga í pósti til hans var búið að draga 3 frá! Annar nefndi dæmi um félaga sem var stoppaður á 104km/klst og fannst það “nógu nálegt 90” til að vera ekki lögbrot en ef skekkjumörkin séu sett þarna á var þessi félagi sem var stoppaður á 104km/klst líklega á 107!
Einnig vill ég taka framm að þó það sé gott veður og góður vegur í Húna**(vieit ekki alveg nafnið)**sýslu þá eru þar heimskar rollur sem valda fjöldan öllum af slysum ef óvarlega er farið!!
Hafa misbreytilegan hraða á Íslandi… Þú sem nefndir það gerir þér grein fyrir því að á öllu Íslandi búa jafnmargir og búa á bletti á stærð við Kópavog í Danmörku eða USA eða Þýskalndi (þar sem mörg skilti eru bara skjáir sem haegt er að breita um tölur á á augabragði)!! hvað helduru að svona dæmi kosti á svæði á stærð við 4Dannmörk eða meira?? og viðhaldið… eins og ungmenni landsins eru mikklir skemdarvargar og veðrið skemmir ýmislegt…bara smá pæling.
Lög eru svo bara lög… þú stelur ekkert úr Bónus og ert svo tekin og segir bara
“já en bónus græðir hvort eð er svo mikið þannig að miðað við aðstæður er ein brauðrist nú bara allt í lagi fyrir þá að missa”
Sama gildir um hraðaakstur, 90km/klst er takmarkið.. þó ég miði sjálfur við 102km/klst mindi ég fátt geta sagt ef löggan stoppaði mig fyrir of hraðan akstur… ég meina ég var að keira hraðar en lögin segja til um!
Svo er fólk að kvarta undan löggum í felum hægri vinstri.. lokka fólk í gildrur… þetta er engin gildra, skiltið sínir einhverja tölu og þú att ekki að fara hraðar en það… ekki er það gildra að kassarnir i 10-11 sé við útgangin svo það sé stutt fyrir ræningjan út! nenni ekki einusinni að tala um svona heimskulegar kvartanir (að mínu mati).
fólk að tala um að löggur séu misgóðar á mismunandi stöðum á landinu… finnst persónulega bestu löggurnar vera þær sem taka sem fastast á, hef sjálfur verið stoppaðir, eineigður að sögn lögregglu… og var stoppaður daginn áður fyrir sama hlut… var kominn á svona lista sem löggan var með um áminningar og var löggan byrjuð skrifa sektina þegar ég benti lögregglunni á að ég hafð farið og latið FAGMANN skipta um peru, en hann hafði víst skegt spegilinn smávegis og síndist því lögregglunni vitlaust og reif hún miðan(eða eitthvað) og leifði mer að fara eftir að ég hafði lofað á láta rétta hann við tækifæri!Kallast mannleg mistök hjá manneskju sem var að reina að sinna starfi sínu rétt. Ég vil meina að þetta sé bara góð lögga… ekki vond lögga með macho stæla að reina að sína sig á manni bara því hann gat það.