ATH! ALLIR AÐ LESA ÞETTA – ÁRIÐANDI!
(þótt þetta sé langt)
Látum drauminn rætast!
_________________________________
To: ivarorn@hotmail.com
From: Svessi@hotmail.com
Subject: Ég er inn.
Ívar ég vona að þér sé sama þótt ég hafi sett e-mailið til þín inná huga, þar sem allir geta lesið það í stað þess að senda þér það persónulega!
Ok! Ég er inn.
Enn er ekki ráð að starta á traustum grunninum áður enn við byrjum á þakinu?
Ég er að segja að væri ekki ráð að t.d. stofna áhugamannaklubb fyrst, áður enn við förum að huga að því að búa til “formúlubraut”?
Því við sjáum það að það er mikill áhugi á þessu, t.d. að við myndum hittast einhversstaðar, óformlega, og bjóða öllum með okkur sem hefðuð áhuga, og jafnvel stofna klúbb. Svo væri næsta skref að vekja athygli á okkur með því að halda einhverja smá opna keppni fyrir götubíla á einhverju bílastæðaplani! Og þá kannski fyrst gætum við farið að hugsa um okkar eigið SVÆÐI!
Við getum öll verið sammála um það að þetta er MJÖG DÝRT!
Og svona braut verður ekkert smíðuð á morgun þótt að okkur detti eitthvað svona í hug í dag!
Góð braut þarf heldur ekki að vera 4-5 km. 2,5-3 km gætu verið nóg!
Jafnvel 2 km (Reyndar væri sú braut sennilega mjög stutt og leiðinleg).
Svona braut væri líka til margra hluta nytsamleg, t.d. væri hægt að þróa nýtt mótorsport í kringum svona braut. Einhverskonar Íslenska formúlu, Heimasmíðaðir bílar eins og í Torfærunni, Ökukennarar gætu farið með nemendur á brautina, hægt væri að prufukeyra nýja bíla, og reyna koma ungum, óvönum, hættulegum ökumönnum af götunni og leyfa þeim að prufa hvað bílinn þeirra virkilega gæti á svona braut, því þegar ungur ökumaður missir stjór á ökutæki sínu þá lærir hann fyrst! Betra að hann geri það á svona braut heldur enn í umferðinni!
(Svona braut yrði auðvitað að vera lokuð og það þyrfti að panta tíma, hvort sem eitthvað gjald yrði tekið eður ey).
_____
Eftir að vera búinn að skrifa þetta sem stendur hér að ofan og hugsa um þetta allt í leiðinni + að lesa yfir öll svör aftur sem greinin hann Ívars fékk þá langar mig til að stofna klúbb!
Enn fyrst langar mig til að vita hvort þið eruð sammála mér eða viljið bara láta ykkur dreyma um einhverja stóra formúlu braut sem enginn íslenskur bíll mæti fara útá bara erlendir formúlubílar, eða hvort við byrjum á því að stofna klúbb, halda einhverjar keppnir á leigðum og lánuðum svæðum með fullu eftirliti og leifi lögreglu og sjúkrabíls.
Því ég tel að við ættum meiri mögulega á að fá góða sponsora ef við værum búin að fá “gott” orð á okkur fyrir að vera gera góða hluti freker enn vera bara einhverjir huga fan bílanördar og biðja um stóra styrki! (Ég tel að seinnihlutinn virki ekki alveg).
Ekki halda að ég sé bara að sækjast eftir einhverju formannssæti í svona klúbb, því ég er ekki að því heldur vil ég taka fyrstu skrefin til að reyna gera þetta að raunveruleika.
Ef það er einhver áhugi á að stofna klúbb þá er ég alveg tilbúinn til að fynna einhvern samkomustað, auglýsa hérna á huga.is því ég sé það að stjórnandinn á bílahlutanum Mal3 hefur mikinn áhuga á þessu svo hann gíska ég á að væri með mér í að auglýsa þetta.
Og jafnvel halda fyrsta fundinn. d;D
(án þess að ég viti það nokkuð)
Er það ekki annar Mal3?
Ef þið hafið áhuga sýnið þá frammá það með því að annaðhvort skrifa það hérna fyrir neðan eða setja það á korkinn eða bara senda mér e-mail á svessi@hotmail.com
Ég ætla ekki að eigna mér heiðurinn af Ívari yfir að skrifa þessa grein og starta þá með góðri umræðu eða einhvers annars heiður, ég er bara orðinn leiður á því að bara skrifa um hlutinn á huga.is heldur vil ég og ætla ég að stíga fyrsta skrefið í að reyna gera drauminn að rauðveruleika ef það er einhver áhugi fyrir því!
– Það er allt of sumt ….. í bili! d;D
P.s. ég skrifaði þetta á meðan það vöru aðeins 17 svör inni
Svar nr. 18 var svarið hanns Mal3 þar sem hann byrjar:
“Ég er að hugsa um að mæta á kvartmílufund. Eru brit-snobb gaurar oft barðir á fundum? ;)”
Með kveðju
Svessi@hotmail.com
Og alveg í lokinn þakka ég Ívari kærlega fyrir að hafa sennt þessa grein! Og Mal3 fyrir að leyfa hana og svo ykkur öllum hinum fyrir að sýna greininni svona mikinn áhuga!
Og ég vona bara að það verði eitthvað úr þessu.