Eins og áður hefur komið fram er Chevrolet Corvette Z06 hluti af 5. kynslóð Corvettu sem var kynnt til sögunnar árið 1997. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Z06 nafnið kemur á Corvettu en Z06 útgáfa var boðin sem aukapakki eða factory option á 1963 árgerðinni af Sting Ray. Einungis 199 svoleiðis útgáfur voru seldar og var ástæðan einkum sú að pakkinn hækkaði verðið á bílnum um 58% en grunntýpan kostaði 4257 dollara.
Með hönnun á Z06 var ekki einblínt jafn stíft á notkun á kappakstursbraut eins gert var við 1963 Sting Ray og hún er ekki heldur hugsuð sem arftaki ZR1 sem var til sölu á árunum 1990 til 1995. Z06 er einfaldlega nýja toppútgáfan af Corvettu og tekur við því hlutverki af hardtop útgáfunni.
Hér er athyglisverður samanburður á nokkrum bílategundum en þeim er raðað eftir hlutfallinu þyngd/HÖ. Þyngd er hér í pundum, hestölf mæld @ 6000 rpm og tog @ 4800 rmp. Fyrir fróðleiksfúsa má geta þess að 1 kg = 2,205 pund.
Árgerð og tegund Þyngd HÖ Tog Þyngd/HÖ
2001 Acura NSX 3,164 290 224 10.91
2000 Ford Mustang Cobra R 3,590 385 385 9.32
2000 Lotus Esprit V8 3,170 350 295 9.06
2001 BMW Z8 3,494 394 368 8.87
1995 Chevy Corvette ZR1 3,535 405 385 8.73
2001 Ferrari 360 Modena 3,241 395 275 8.21
2001 Porsche 911 Turbo 3,395 415 415 8.18
2001 Chevy Corvette Z06 3,133 385 385 8.13
2001 Dodge Viper ACR 3,447 460 500 7.49
Eins og hér sést er Viperinn sá eini sem kemur betur út en Z06 og einnig má geta þess að ódýrasti bíllinn á listanum er Z06. Ekki slæm kaup þar á ferð en til samanburðar má fá 3 stk af Z06 fyrir 1 stk af Ferrari 360 Modena.
Vélin í Z06 er ekki ósvipuð venjulegri Corvettuvél í útliti fyrir utan rauða litinn en þó hafa verið gerðar á annan tug breytinga á henni. Venjuleg Corvettuvél kallast LS1 en Z06vélin kallast LS6. Munurinn liggur einkum í 12% hærri hestaflatölu og þeirri staðreynd að hámarkshestaflafjöldi og tog næst 400 snúningum hærra heldur en í LS1. Þjöppunarhlutfall hefur svo verið aukið úr 10.1:1 í 10.5:1
Slagrýmið er 5700 cm3 og stimplafjöld að sjálfsögðu 8 og er aflinu skilað til hjólanna í gegnum 6 gíra M12 gírkassa. Sérstökum hitaskynjara hefur verið komið fyrir í gírkassanum og eru menn látnir vita ef hitastigið í honum fer yfir ákveðin mörk.
Pústkerfi er gert úr sérstakri títaníum málmblöndu sem gerir það að verkum að það er 50% léttara heldur en venjulegt Corvettu pústkerfi. LS6 vélin soundar mjög svipað og LS1 en þó má greina örlítið hrárra hljóð sem má að hluta til rekja til nýju títaníum pústkerfisins.
Að framan er Z06 á 17“ x 9.5” álfelgum og P265/40ZR17 dekkjum en að aftan er Z06 á 18“ x 10.5” álfelgum og P295/35ZR18 dekkjum. Og ættu menn ekki að vera í vandræðum með að reykspóla á þeim.
Hönnuðir Z06 halda því fram að þessi Corvetta sé í senn hraðskreiðasta, léttasta og stífasta Corvettan sem hafi nokkurn tímann verið framleidd en hún á að ná 100 km hraða á sléttum 4 sekúndum.