Ég var búinn að pæla svo mikið í Corvette að ég ákvað að taka saman nokkra mikilvægustu atburðina úr sögu bílsins sem hefur á tímum verið kallaður eini bandaríski sportbíllinn.
1953 - Fyrsti Corvette bíllinn framleiddur. Allir 300 '53 bílarnir voru “Polo” hvítir með rauðum innréttingum. Eins og alla tíð síðan er yfirbyggingin úr plasti en fyrst um sinn voru allar Corvette með 6 strokka línuvél sem skilaði 150 hö í gegnum tveggja þrepa Powerglide sjálfskiptingu.
1954 - Fjórir litir á boðstólum.
1955 - Allir Chevrolet og þar með Corvette eru í boði með 265-cid V-8 mótor. Með V-8 er Corvette með 195 hö. Beinskipting kemur síðla árs. Einungis 674 Corvette seldar þetta ár á meðan Ford Thunderbird selst í 16.155 eintökum.
1956 - Útliti breitt lítillega, aflmesta V-8 í Corvette 240 hö. Uppskrúfanlegar rúður í fyrsta sinn.
1957 - Bein innspýting á aflmestu vélinni skilar 283hö sem þýðir 1 ha á hverja rúmtommu! Fjögurra gíra beinskipting kemur um mitt ár.
1958 - Útlitsbreyting, fjórar framlugtir.
1961 - Afturenda breitt í s.k. “ducktail” stíl. Með 315 ha V-8 með beinni innspýtingu fer Corvette úr 0-60mph á aðeins 5,5 sekúndum!
1962 - Sölumet, 14.531 Corvette smíðuð. 327 rúmtommu V-8 kemur fyrst. Allt að 360 hö með beinni innspýtingu.
1963 - Corvette Sting Ray kemur fram og er boðin bæði sem coupe og roadster. Afturgluggi tvískiptur en því breytt strax næsta ár. Corvette fær sjálfstæða afturfjöðrun og skýtur þar með t.d. Ferrari ref fyrir rass. Lokanleg aðalljós í fyrsta skipti í amerískum bíl síðn 1942.
1964 - Heill afturgluggi. Allir nýir amerískir bílar fá sætisbelti í framsætum. L84 skilar 375 hö og kemst frá 0 uppí 60 mph á 5,6 sek.
1965 - Nær allar Corvettur sem seljast hafa diskabremsur á öllum sem aukabúnað. 396 cid V-8 er í boði og skilar 425 hö með einum fjögurra hólfa blöndungi. Kaupendum bíðst “side-exhaust” með big block mótornum. Þessir bílar náðu kvartmílunni á 14,4 og 0-60mph á 5,7.
1966 - Corvette fæst með 427 mótor og má þekkja þá bíla á bungu í húddinu. 425 hö og 0-60 á 4,8. Hætt með beina innspýtingu.
1968 - Nýtt útlit, oft kallað “Shark” kemur fram. L88 V-8 skilar 430 hö að nafninu til en vélin skilaði í raun allt að 560! Þessir bílar eru frekar fágætir.
1969 - Stingray nafnið tekið upp aftur eftir árs hlé en núna í einu orði en ekki tveimur. Grunnvélin er 350 cid með 350 hö en L-71 427 cid V-8 er gefinn upp fyrir 435 hö með “six pack” eða þremur tveggja hólfa blöndungum. L-88 enn gefinn upp sem 430 hö.
1970 - Öflugasti mótorinn í boði er orðinn 454 cid og á að skila 460 hö og 490 lb/ft. Ein gerðin með 350 vél er kölluð LT1…
1971 - Mengunarvarnir draga úr afli en bensínkreppa er ekki enn farin að sýna sig. Eyðsla á milli 8-16 mpg veldur því engum áhyggjum. ZR1 og ZR2 fjöðrunarpakkar boðnir en aðeins samtals 20 bílar seldir með þeim. LS6 454cid dettur niður í 425 hö. 0-60mph er samt ekki nema 5,6 sek.
1972 - Afl véla gefið up í SAE(net) fyrir hestöfl og tog. Grunnvélin verður 350 cid og ekki nema 200hö og 454 gefin upp sem 270hö og heil 390 lb/ft.
1973 - Afl vélanna heldur áfram að falla.
1974 - Síðasta árið með big-block.
1975 - Allar Corvettur fá hvarfakút. Niðurlægingar tímabil hefst hjá Corvette og í raun fyrir alla ameríska bíla. Topp Corvettan er með 350 cid vél sem skilar 205 hestöflum.
1976 - Hætt með blæjubílinn en hestöflin koma aftur rólega. Þrátt fyrir allt er metsala á Corvette, 46.558 bílar smíðaðir. Gagnrýnendur segja Corvette vera að mýkjast en aðrir verja hana sem grand tourer.
1977 - Stingray nafnið hverfur.
1978 - Afturenda breytt og “flying buttress” fá að víkja fyrir glerkúpu. 25 ára afmælisútgáfa býðst ásamt Indy Pace Car sérútgáfu. 350 vélin skilar allt að 220 hö.
1981 - Framleiðsla Corvette færð til Bowling Green. Aðeins ein vél í boði 350 cid V8 sem skilar 190 hö.
1982 - Cross-Fire innspýting boðin sem staðalbúnaður. Corvette hafði ekki fengið beina innspýtingu síðan 1965. Einungis hægt að fá Corvette með sjálfskiptingu.
1983 - 30 ára afmæli Corvette en engin 1983 árgerð. Eftir mitt ár birtist 1984 módelið stórkostlega endurhannað.
1984 - Alný Corvette í fyrsta skipti í 15 ár. 5,7 lítra Cross-Fire mótor skilar 205 hö og 4+3 overdrive beinskipting í boði ásamt 4 þrepa sjálfskiptingu, 250 punda megrunarkúr hjálpar til við að nýta hestöflin betur. Mælaborð verður stafrænt. Loftmótstaða
fellur úr Cd 0,44 niður í prýðilegt Cd 0,341.
1985 - Tuned Port innspýting (TPI) hækkar aflið upp í 230 hö. 0-60 mph skríður niður fyrir 6 sekúndur.
1986 - Blæjubíllinn kemur aftur. Corvette fær ABS fyrst amerískra bíla. Chuck Yeager keyrir gula Corvette með blæju sem Pace Car í Indy 500 kappakstrinum.
1987 - Hestöfl skríða í 240. Corvette ósigruð fjórða árið í röð í SCCA “stock racing”.
1988 - 17“ felgur og hestöflum fjölgar aftur, nú 245. 35 ára afmælisgerðin hvít með hvítu leðri.
1989 - Sex gíra beinskipting. Fyrstu ZR-1 bílarnir koma og bjóða uppá LT5 350 cid V-8 með 375 hö. ZR-1 vinnur sér inn gælunafnið ”King of the Hill“. LT5 vélin er öll úr áli og með 32 ventlum og fjórum kambásum. Vélin var þróuð af Lotus og framleidd af Mercury Marine.
1990 - Loftpúði fyrir ökumann staðalbúnaður. ZR-1 kostar litlar 58.995 dollara og venjuleg L98 kostaði $27.016. Það má til gamans geta að þetta ár birtist Mazda Miata fyrst og átti að kosta um $15.000 en vegna eftirspurnar voru dæmi um að þær seldust á $30.000! Kemur málinu ekki meira við en svo að mér fannst þetta áhugavert þar sem þetta hafa bæði verið draumabílar hjá mér… ZR-1 undirbúinn af Tommy Morrison Motorsports slær landhraðamet sett nær hálfri öld áður. Bílnum er ekið í 24 tíma með 175,885 mph meðalhraða.
1992 - LT1 verður grunnútgáfan af Corvette. 5,7l V-8 með 300hö sem seinna kemur í aðra sportbíla Chevrolet. Corvette fær spólvörn. Milljónasta Corvettan framleidd, auðvitað hvítur blæjubíll með rauðum innréttingum.
1993 - 40 ára afmælisútgáfur. ZR-1 nær 405 hö.
1997 - Fimmtu kynslóðar Corvette er stærsta breyting frá upphafi. LS-1 mótor er 5,7l skilar 345 hö. Gírkassi er s.k. transaxle til að bæta þyngdardreifingu. Cd loftmótstaða upp á 0,29 gerir Corvette að straumlínulagaðasta bílnum í framleiðslu.
1998 - C5 blæjubíllinn kemur en hann var í raun hannaður á undan Coupe bílnum.
1999 - Corvette boðin í þremur stílbrigðum í fyrsta skipti þegar að ”Hardtop“ útgáfa bætist við.
2000 - Yaw Control og Heads-up-Display bætist í safn hátæknibúnaðar Corvette.
Jæja, ég veit ekki hvort einhverjir hafa gaman af þessu, það kom bara ekki til greina að hætta við þetta þegar ég var hálfnaður! Upplýsingar eru að mestu teknar úr bókinni Corvette Chronicle. Hröðunar upplýsingar úr þeirri bók eru frekar skrítnar. Og já, ég minntist ekki á Z06 sem mætti segja að væri nýji ”King of the Hill" því þá hefði ég þurft að fara að gramsa í bílablöðunum…