Einn af bílunum sem vakti hve mesta athygli á Alþjóða Bílasýningunni í New York (New York International Auto Show) sem er haldin núna í aprílmánuði var blæjuútgáfa af Chrysler PT Cruiser sem nefnist hinu frumlega nafni Chrysler PT Cruiser Convertible.
En fyrst smá preview um PT Cruiser.
Bíllinn er byggður á Neon undirvagni og var hannaður með hliðsjón af svokölluðu “New Beetle/Focus” concepti sem þykir mjög nýmóðins í USA þessa dagana og er einshvers konar back to the future dæmi.
Bíllinn er boðinn með 2400 cm3 vél sem skilar 150 hö @ 6000 rpm og torkar 162 ft-lbs @ 4000 rpm sem er alls ekki nóg til að bíllinn fái Hot Rod stimpilinn en nýlega var sýnd concept útgáfa sem kallast GT Cruiser og er hún með 200 hestafla vél og fer væntanlega í framleiðslu á næsta ári. Hörðustu Hot Rod mennirnir heimta þó forþjöppu í bílinn áður en þeir fari að líta við honum.
En aftur að blæjubílnum. Bíllinn var frumsýndur 11 apríl sl og vakti mikla hrifningu. PT Cruiser hefur verið að seljast vel í USA og er ætlun Chrysler með blæjuútgáfunni að stækka markhópinn til að trekkja söluna enn frekar. Haft var eftir markaðsmönnum Crysler að ef viðtökur við blæjubílnum yrðu góðar mættu menn eiga von á enn fleiri útgáfum af PT Cruiser í framtíðinni.
Nokkur eintök af PT Cruiser hafa verið flutt til landsins.