Ætla að taka saman smá statistic um 3 bestu ökumenn í WRC rallinu í dag að mínu mati og ætli maður verið ekki að hafa núverandi heimsmeistara með þannig að þeir verða allt í allt 4.
Ökumennirnir eru þeir Richard Burns,Colin McRae, Tommy Makinen og Marcus Gronholm.
Hérna höfum við því 2 fyrrverandi heimsmeistara, 1 núverandi og svo 1 væntanlegan.
Richard Burns
Fæddur 17.01.1971 og er frá Bretlandi.
Burns hóf rallakstur árið 1988 en keppti í fyrsta skiptið í WRC árið 1990 og var þá á Peugeot. Keppti á Subaru frá 1992 til 1995 og keppti fyrst í grúppu N er færði sig svo ofar. Árið 1996 færði hann sig yfir til Mitsubishi og vann sinn fyrsta sigur sama ár í Nýja-Sjálandi en alls vann hann 3 sigra fyrir Mitsubishi á árunum 1996-1998. Árið 1999 sneri Burns svo aftur heim til Subaru og þá fór honum að ganga betur. 3 sigrar árið 1999 og jafnoft í 2. sæti skiluðu honum 2. sæti í heimsmeistarkeppni ökumanna það ár. Burns vann svo 4 sigra árið 2000 og endaði aftur í 2. sæti í keppni ökumanna eftir harða og tvísýna keppni við Marcus Gronholm. Burns þykir gríðartraustur ökumaður og segja fróðir menn í rallheiminum að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann hampi heimsmeistaratitli ökumanna fyrir Subaru.
Colin McRae.
Fæddur 05.08.1968 og er frá Skotlandi
McRae hóf rallakstur árið 1986 en keppti í fyrsta skiptið í WRC á Vauxhall Nova. Gekk til liðs við Subaru árið 1991 og tók þátt í að gera Subaru að því mikla veldi sem þeir eru í rallheiminum í dag. Tryggði Subaru heimsmeistartitil bílaframleiðenda árin 1995-1997 og vann sjálfur titli ökumanna árið 1995 en varð í 2. sæti árin 1996 og1997. Árið 1998 flutti McRae sig svo yfir til Ford og hefur haldið sig þar. Sögusagnir segja að það hafi ekki verið bíllinn sem Ford var með sem hafi heillað McRae heldur allvæn launahækkun sem Ford bauð honum. McRae er þekktur fyrir að gefa sig allan í aksturinn og hlífa bílnum ekkert. Þegar Subaru og hann unnu báðir heimsmeistaratitil WRC árið 1995 heiðraði Subaru hann með því að nefna special edition af Subaru Impreza, sem var framleiddur í takmörkuðu upplagi, eftir honum og kölluðu hana Serie McRae. McRae endaði í 4. sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna í fyrra en flestir Bretar álíta að hann sé besti rallökumaður í heimi. Oft hefur verið talað um undanfarið ár að McRae muni færa sig yfir í Formula 1 en sjálfur hefur hann ekkert kommentað á það.
Tommy Makinen.
Fæddur 26.06.1964 og er frá Finnlandi.
Makinen hóf rallakstur árið 1985 en tók þátt í fyrstu WRC keppninni árið 1987 og var fyrsta keppni hans 1000 vatna rallið í heimalandi hans Finnlandi. Makinen hefur meðal annars keppt fyrir Nissan þegar þeir sneru til baka í rallakstri á Nissan Pulsar GTi-R árið 1991. Sá bíll stóð þó aldrei undir væntingum þrátt fyrir öfluga ökumenn eins og Makinen og Stig Blomqvist og dró Nissan sig út úr rallakstri 2 árum seinna. Makinen gekk svo til liðs við Mitsubishi árið 1996 og var það upphafið að mjög farsælu samstarfi og er Makinen enn hjá Mitsubishi í dag. Sl. 5 ár hefur Makinen unnið 19 sigra fyrir Mitsubishi og hampað 4 heimsmeistaratitlum og öllum í röð en hann lenti í 5. sæti í fyrra. Ótrúlegur árangur sem verður seint bættur. Eftir 4 keppnir í ár er Makinen með 6 stiga forystu í keppni ökumanna.
Marcus Gronholm
Fæddur 05.02.1968 og er frá Finnlandi.
Gronholm hóf keppni í WRC árið 1989 og hóf keppni í 1000 vatna rallinu eins og landi hans Makinen. Gronholm gekk til liðs við Peugeot árið 1999 ef ég man rétt og hafði aldrei unnið rallkeppnir áður en hafði þó komist nokkrum sinnum á verðlaunapall. Gronholm varð í 14. sæti í keppni ökumanna árið 1999 en vann svo heimsmeistaratitilinn árið 2000 eftir harða keppni við Richard Burns.