Menn hafa talsvert talað um þennan bíl hér án þess að vita mikið um hann.
Ég er vinur hans Hafsteins og hef aðstoðað hann aðeins með bílinn,
þessi bíll kom “ónýtur til landsinns og ný skel var pöntuð að utan
og allt flutt á milli sem var heilt og restin pöntuð.
Bíllin var ”smíðaður" í Mótorstillingu í Garðarbæ,þar sem Haffi vann einu sinni,af Bogga,Sigga Sör og Haffa á 3 dögum (það var rosalegt að fylgjast með þeim).
Bíllinn var matt svartur (ómálaður) í nokkra mánuði og keppti í kvartílu,náði best 13.21 að mig minnir en síðan þá hefur margt breyst,bíllin var málaður á Selfossi hjá Bigga og þar röðuðum við Haffi bílnum aftur saman settum spoiler kittið á hann ofl.
Haffi er nú búinn að setja ceramic húðaðar long tube flækjur og Borla púst og supercharger sem er að blása 6 pundum.(og einnig fullt af smotteríi sem gefur helling af HÖ)
Ég tók smá hring á camaronum og hann vinnur mjög hressilega,
Haffi vonast eftir að ná 12.30 á mílunni en mér finnst þetta nú vera afl upp á 11.90.
Næst á dagskrá er 12 bolta hásing með 3.73 drifi.
Ég vona að ég hafi nefnt og leiðrétt það helsta sem ég las hér.
P.S Haffi er ekki rúmlega fertugur hann er 38 ára (samt bara 27ára)
og hann flutti bílinn inn og á hann enn og hann er ekki til sölu.
Ef þið viljið vita meira þá er bara að kíkja á ak-inn rúntinn sem er að byrja aftur og svo á míluna í sumar.
Kveðja Fikki.