Það hefur verið mjög lítið að gerast hér á huga enda eru flestir að vinna sér inn pening til að kaupa bíl :Þ
Þess vegna ætla ég að skrifa smá grein um bíl sem ég prófaði (reynsluakstur).
Sá gripur er Toyota Avensis Sedan 1,8 2004 módel.
Án þess að ég sé að íkja nokkuð þá er ég geðveikislega hrifinn af þessum bíl, jú að vísu þá kostar hann sitt eða tæpar 2,5 millur
að mig mynnir.
Vélin sem er 1,8 L skilar 129 hrossum sem eru æðislega skemmtileg og vel taminn.
Aksturseiginleikarnir eru líka rosalegir, bíllinn er gjörsamlega límdur við götuna hversu hratt sem maður reynir að þrykkja kerrunni
í beygjurnar.
Bremsurnar eru auðvitað eins og flestum nýjum bílum með diska allan hringinn og virka þeir mjög vel.
Allarvega þá er ég búinn að keyra þennan bíl talsvert og er ég mjög hrifinn af honum :Þ
Stadion útgáfan er líka stórglæsileg og útlitið ekki á verri endanum, en ef menn vilja vera að kitla pinnan myndi ég frekar
kjósa Sedan útgáfuna þar sem hann er bsk.
Báðir bílarnir eru búnir regnskynjara í framrúðu og fullkomnri miðstöð og glæsilegri innréttingu og plássið er gífulegt.
Ég reyndi aðeins að hugsa hvernig hægt sé að setja útá bílina en ég fann ekki neitt nema það er mjög erfitt að keyra hægt að á
Sedan útgáfunni, pinnin er svo stífur og svo bara allt í einu smellist hann í gólfið, skil ekkert í þessu ;)
Allarvega ef einhver hér hefur prófað annaðhvor þessara bíla þá endilega komið með smá comment.