Langar til þess að kveikja upp áhugann á bílgræjum með því að fjalla aðeins um starfsemi MegaSPL bílgræjuu klúbbsins. En þannig er það nú er byrjað að vinna í því að vekja þennan klúbb almennilega upp og virkja hann, það eru margir góðir félagar í þessum klúbb og hefur starfsemi hans verið frekar róleg upp á síðkastið en málið er að það var alltaf bara einn maður að vinna í þessu en nú er svo komið að fleirri menn eru farnir að vinna að þessum klúbb og reyna gera sitt besta í því að virkja þetta samfélag. Verið er að vinna í heimasíðu fyrir klúbbinn því það er þörf á því að uppfæra hana svoldið en eru þó mikið af upplýsingum á heimasíðunni sem fjalla um bílgræjur og hluti sem gott er að vita þegar á að fara vinna í því að koma sér upp bílgræjum. Einnig sér klúbburinn um að halda keppnir í SPL (Sound pressure level) sem er reiknað út með því að mæla hvað há db (desebil) tala næst með því að blasta græjurnar í bílnum einnig er verið að vinna í því að halda hljómgæða keppnir en þá er farið mun betur ofan í þetta og athugað hverju góður hljómburður er í bílnum og allt er þetta mætl út með nákvæmum mælibúnaði sem er sérstaklega ætlaður fyrir þetta. Klúbburinn er hluti af EMMA-Net sem er evrópu aðili sem stendur af SPL og hljómgæða keppnum og keppum við samkvæmt þeirra reglum og öðlast þá sigurvegara þáttöku rétt í evópumeistara keppni sem að þessu sinni er haldin í Búdapest næstkomandi september og er einn bíll að fara frá Íslandi á þessa keppni núna og vonum við að honum gangi vel og komi Íslenskum græjufíklum inn á kortið þarna úti. Bílgræjur er eitthvað sem áhugi manna hérna er að stór aukast á og hefur það sannað sig bara með því að fylgjast aðeins með niðri í bæ um helgar hvað maður heyrir miklu meira í bílum með mikið af græjum heldur en fyrir svona 1-2 árum síðann og eru menn líka farnir að leggja mikið upp úr útlistinu á bílunum hjá sér, sem er allt gott og blessað og er rosalega gamann að sjá unga menn vera leggja mikla vinnu í það að breyta bílunum hjá sér bæði útlistlega séð og einnig smíða nýjar innréttingar þannig að sem mest af græjum passi inn í bílinn, ef að þetta er eitthvað til þess að undir menn eyði tímanum sínum frekar en að vera djamma og djúsa niðri í miðbæ þá tel ég þetta af hinu góða, auðvita eru samt í þessu eins og svo mörgu öðru svo kallaðir öfga menn en það er bara gamann að sjá það líka.

Heimasíða MegaSPL er http://www.megaspl.com
Heimasíða EMMA-Net er http://www.emmanet.com

Þar er að finna mjög góðar upplýsingar um bílgræjur ofl ofl.

kv Pési