Fyrsti bíllinn
Jæja, þá er ég kominn útí alvarlegar pælingar. Þær eru eins og titillinn gefur að kynna, að kaupa bíl í fyrsta skipti.
Ég kíkti á gær á bílasölurúnt og komst að því að þessar uppá höfða, og B & L eru ekki með bíla að mínu skapi. Ég ætla ekki að eyða meira en 150 þúsund í bíl, ekki strax.
Svo sem fullkomnunnar áráttunni sé nú haldið við, þá mun ég taka þennan bíl inní bílskúr, sem ég hef áhyggjur af seinna.
Það sem á að gera, er að rífa kerruna í bita, og hreinsa allt saman og pússa upp ef þess þarf með, lakka hluti sem eru undir álagi veðurs, og fleira tengt því.
Alltaf kemur upp í huga mér, Þýskaland og innflutningur. Það sem ég sé að ég græði á að flytja inn bíl, er að lakkið er mun betur farið í flestum tilfellum, miðað við íslenskan bíl, og þar með er einnig lítið ryð. Ég sækist eftir því, ásamt skoðun viðkomandi lands. Svo planar maður að flytja hann inn með norrænu. Ef ég kaupi bíl úti kaupi ég líka varahluti úti, bremsurnar hringinn, kúplingsdisk (já beinskiptur er bestur) og svo framvegis.
Semsagt, ég myndi gera hann upp í stuttu máli sagt.
Hvernig eru trygginga mál í dag. Hvað væri ég að borga á mánuði ca. almennt fyrir svona bíl á verðbilinu 0-150 þús ?
Svo væri ég til í að fá ábendingar um bilanatíðni og annað slíkt, og ég er nokkuð viss um að fá mér Evrópskan bíl. Sá sem ég sá, Audi 100 (og er eiginlega mín týpa) vildi hann bebecar meina að bilaði allt of mikið og svona. Ég vil hafa eitthvað sem ég get treyst á, lítið viðhald.