Inngangur:
Eins og flestir kannast við eru margar löggæslubifreiðir búnar ýmsum tækjum og tólum, og meðal þeirra hafa verið RADAR byssur, sem hafa gefið lögreglumönnum kleift að sjá hraða bifreiða sem mæta þeim eða sem eru fyrir framan þá.
Lögreglan hefur oft lagt bílum sínum í vegkannta til þess að mæla hraða ökutækja sem eru í umferð, og stöðvað og sektað þá sem keyra yfir hraðamörkum og oft í ákveðnum tilvikum þar sem umferðarhraði er yfir hámarkshraða þá sem aka hraðar en umferðin öll gerir.
Þar sem að ökuþórar og bifreiðaunnendur hafa margir sameiginlegt er hraðakstur og svokallaður “glæfraakstur” þar sem bifreiðar þeirra eru notaðar til hins ýtrasta. Því miður hafa þessir ökuþórar ekki haft staði til þess að stunda þessa tómstundariðju, fyrr en fyrir mjög stuttu, þar sem almenningi var gefinn kostur á því að spyrna tækjum sínum og aka fjórðung úr mílu á eins mikilli ferð og ökutæki þeirra mögulega geta í sameiningu við ökumennina án þess að eiga í hættu á því að fá sektarboð í pósti.
Þetta er einungis bara fjórðungur úr mílu og beyjulaus kafli þannig að eiginlegir akstur kemur kvartmílunni ekkert við. Sumir hafa meiri ánægju af aksturseiginleikum frekar en hraða en mjög margir bifreiðaunnendur sem hafa gaman af þessu vildu jafnvel geta stundað báða þessa hluti í einu, það er að keyra bifreið sína hratt og í gegnum beyjur.
En þeir hafa ekki aðstöðu til svoleiðis iðju og margir látið til skarar skríða og fengið útrás fyrir hraða og aksturseiginleikum bifreiða sinna sem og aksturshæfileikum sínum á götum borgarinnar, og jafnvel með hræðilegum afleiðingum umferðarslysa þar sem fólk hefur bæði stórslasast og í verstu tilvikum beðið bana.
Meginmál:
En rjúkum okkur að fyrirsögn greinarinnar sem ber heitið RADAR og LIDAR.
Eins og kom fram í byrjun greinarinnar eru löggæslubílar búnir ýmsum tækjum og tólum, þar sem margar bifreiðir lögreglunnar hafa verið búnar RADAR byssum sem gerir lögreglunni kleift að mæla hraða bifreiða.
RADARbyssan virkar þannig að hún sendir frá sér útvarpsbylgjur á ákveðni tíðni og þær kastast svo frá bifreiðinni, í móttakara í byssunni. Ef að bifreiðin nálgast RADARbyssuna hækkar tíðnin og ef að bifreiðin sem skotið er á fjarlægist byssuna lækkar tíðnin (Doppler Shift).
Þetta er einfallt. Útvarpsbylgjurnar ferðast á um 300 metra á sekúndu. Það sem þarf að gera er að reikna út hversu lengi bylgjurnar eru að fara á skotmarkið og til baka, og aftur á skotmarkið og til baka til þess að reikna út hversu langt bifreiðin hefur farið og á hversu löngum tíma. Þetta þarf að gerast átta sinnum svo niðurstöðurnar verði marktækar. Þegar upplýsingar um tíma og lengd hefur verið komið í byssuna áætlar hún hraða.
RADAR byssurnar eru á þremur tíðnum, en það er X-band sem eru 10.525 gigahertz, K-band sem eru 24.150 GHz og svo Ka-band sem eru 33.4 til 36.0 GHz.
Þeir sem hafa RADARvara kannast eflaust við þetta X, K og Ka.
RADARvarinn er síðan tæki sem nemur þessar útvarpsbylgjur, og lætur ökumenn vita með tilheirandi háttum. Mjög góður RADARvari og snögg viðbrögð geta bjargað ökuþórum frá háum sektum.
Þegar RADARvarinn nemur fyrst útvarpsbylgjuna lætur hann vita, og með því að vera nægilega snöggur að hægja á sér má skafa nokkra kílómetra á klukkustund af áætluðum hraða RADARbyssunnar, því hún þarf eins og áður hefur verið sagt, að fara fram og til baka átta sinnum.
En svo núna nýlega hefur lögreglan komist yfir laserbyssur, og ætlar hún að skjóta alla ökuþóra úr umferð með hræðilegum afleiðingum í samvinnu við Svarthöfða og félaga hans úr Star Wars, eða svona nánast.
Þessar byssur bera skamstöfunina LIDAR (LIght Detection And Ranging ) og eru orðnar ögn öflugri, hraðvirkari, og fyrir ökuþóra, mun hættulegari.
Með þessu öfluga vopni lögreglunnar geta ökuþórar ekki lengur “falið” sig fyrir aftan hægfarari bifreiðum, því að það er hægt að beina þessum byssum að einhverri tiltekinni bifreið. Það er hægt að miða á bifreið í miðjum bílaflota og skotið á hana. Laser geisli ferðast á um 300.000.000 metra á sekúndu, sem þýðir að hún er milljón sinnum hraðvirkari en RADARbyssa, og þótt að RADARvarar nemi laserinn úr LIDARbyssunum, gerir það voðalega lítið gagn, þar sem að það er einfaldlega búið að klukka þig á þeim hraða sem þú varst á þegar RADARvarinn lét vita.
LIDAR, ólíkt RADAR, hefur þann eiginleika að laserinn er mun beinni og grennri en útvarpsbylgjurnar úr RADARbyssunum. Útvarpsbylgjurnar dreifa svo mikið úr sér og taka svo vítt svæði, það er, verður svo breiður, að lögreglumenn við RADARmælingar geta aðeins klukkað fremsta bíl hverju sinni, og um leið og hann er farinn framhjá, geta þeir mælt næsta.
Þar sem fremsta bifreið hefur verið “klukkuð”, eða mæld, hafa RADARvarar í bílum allt í kring látið vita að einhverstaðar sé nú verið að mæla hraða, og ökumenn hafa varann á.
LIDARbyssan hefur það semsagt framyfir að hún getur mælt þann bíl sem lögreglumönnum virðist vera að aka hraðast, sama hvar sú bifreið er í umferðinni. LIDARbyssan er útbúin með sjónauka og miðsigti, ásamt því að sumar LIDARbyssurnar taka mynd af númeraplötu bifreiðarinnar sem skotið er á, til þess að gera mælingarnar enn öruggari og svo það fari vart milli mála, að sá ökumaður með tiltekna númeraplötu á tiltekinni bifreið á tilteknum tíma sé umferðalagabrjóturinn og til þess að auka sannindi lögreglumanna þegar mál eru kærð og farið með þau til dómstóla. Þessar byssur eru líka töluvert nákvæmari en um leið, aðeins viðkvæmari.
Ekki er hægt að nota LIDARbyssurnar á lögreglubíl sem er á ferð, nema byssunni sé komið fyrir utan bifreiðarinnar, þar sem LIDARbyssan virkar ekki í gegnum gler, hún virkar ekki heldur í rigningu né snjókomu vegna truflanna vegna speglunnar og endurkasts ljóss.
Þessvegna er við að búast að mestmegnis mótorhjólalögregla notist við LIDARbyssur í mælingum, og má búast við því að það verði tvö til fjögur hjól með jafnmörgum lögreglumönnum við störf, að mæla hraða á hverjum stað, þar sem einn notast við byssuna á meðan hinir sigta þá bíla úr umferðinni þegar þeir nálgast til þess að gera þeim grein fyrir brotum sínum, og má búast við að þegar þessar mælingar eru í gangi að oft séu fleiri en einn bíll úti í kannt hverju sinni.
Með þessu þarf lögreglan ekki heldur að sýna ökumönnum útkomu úr hraðamælingu þar sem mynd af númeraplötu bifreiðarinnar var tekin ásamt hraða með dagsetningu og tíma, og við afhendingu ökuskírtenis, útfylling af skýrslu (þ.e.a.s. staður, tími, ökutæki (gerð og númer), ökumaður o.fl.) telst það sannað að ökumaður hafi brotið umferðarlög.
Hvað er hægt að gera?
Án þess að réttlæta hraðakstur finnst mér samt réttlætanlegt að ökumenn bifreiða reyni að verjast gegn þessum RADAR og LIDARbyssum.
Og þar sem hvergi er hægt að stunda hraðakstur (nema þá fjórðung úr mílu og það er ekki mikil kappakstursbraut þar sem engar beyjur eru á kvartmílubrautum, augljóslega) er eðlilegt að ökuþórar fái hluta af útrás sinni í umferðinni. Aka aðeins hraðar en hinir, þótt svo að sumir aðilar ganga alltof langt og stunda gáskulegan og stórhættulegan kappakstur í umferð. Það á alls ekki að líðast!
Til eru ákveðin tæki, sem kosta hins vegar slatta, sem rugla mælitæki lögreglunnar. Svokallaðir scramblerar eða jammerar, sumir kalla þetta shiftera.
Til eru scramblerar/jammerar sem scrambla RADAR, og svo er hægt að fá scrambler/jammer sem scrambla LIDAR.
Einnig er hægt að fá VEIL kítt sem dregur úr virkni LIDAR, með því að éta upp endurkastsvirkni ljósgeysla og tefja þar fyrir mælingu, án þess að lögreglumenn verða varir við mikla seinkun, þar sem þeir eru varla með skeiðklukku við hverja mælingu.
Scramblerar og VEIL kítt eru ekki 100% virk, þannig notkun á þessum græjum krefst varkárni og nærgættni, auk þess að ökumenn þurfa að vera vakandi á meðan notkun þessara tækja er í gangi.
Scrambler fyrir RADAR virkar þannig að um leið og scramblerinn nemur útvarpsbylgjur (þ.e. X-band, K-band eða Ka-band) sendir hann frá sér bylgjur á móti til þess að trufla RADARbyssuna og “Doppler Shift” útreikningurinn fer allur í kerfi, bylgjurnar splundrast þannig að útkoma mælingarinnar eru 0 km/klst.
Scrambler fyrir LIDAR virkar þannig að þegar scramblerinn nemur laserinn, sendir hann út frá sér innrauðan geysla á móti innrauða geysla LIDARbyssunnar, og truflar þar af mælingu, og útkoma mælingarinnar eru 0 km/klst.
VEIL fyrir LIDAR virkar þannig að sett er ósýnilegt lag af ákveðnu efni á númeraplötur, ljós (fram- og afturljós) og allt endurskin ásamt bakk- og þokuljósum, sem að étur upp endurkastsvirkni innrauða ljósgeyslanns frá LIDARbyssunni, og gefur ökumanni örlítinn tíma til þess að hægja á sér.
Einhverjir spyrja sig sjálfsagt hvort þá sé ekki augljóst að ef að mæling á hraða bifreiðar reynist vera 0 km/klst, hvort það sé ekki augljóst að bifreiðin sé með scrambler.
Nei, það þarf ekki mjög mikið að útkoma mælingar sé 0, og raunar nokkuð algengt ef svo má að orði komast.
Sé bifreið í beyju, skiptir um akrein, bifreið á tvískiptri akbraut skipti um akrein og fari fyrir framan bifreiðina sem var verið að reyna að mæla, sé hornstefna á bifreiðinni ekki rétt eða (næsta dæmi á að vísu aðeins um við LIDAR) hafi lögreglumaður ekki hitt nægilega vel á númeraplötu eða ljósabúnað bifreiðar svo aðeins örfá dæmi séu nefnd, verður útreikningur ekki réttur og í staðinn fyrir að birta einhverja furðulega tölu er byssan forrituð að sýna 0 við óeðlilegar mælingar.
Lokaorð:
Ökuþórum bráðvanntar braut, sem hægt væri að fara á, jafnvel gegn gjaldi og gegn því að bifreið sé ótryggð á svæðinu, til þess að fá útrás fyrir hraðakstri. Hröðum og kröppum beyjum, slide-um og öllu öðru mögulegu, til þess að nota bifreiðir sínar til fulls.
Einnig væri hægt að fara með ökunema þangað til þess að læra að bregðast rétt við, væri hægt að bleita braut og jafnvel fá ísingu á hana. Fólk gæti lært á bifreiðir sínar við undirstýringu og yfirstýringu, hvar takmörkin væru og hvernig þær haga sér við hvaða aðstæður og við hvernig aksturslag.
Með tilkomu svona brautar hefði engin ökumaður afsökun fyrir ofsaakstri né kappakstri í umferð og mundi ég telja að mjög margir færu að haga sér betur í umferðinni þar sem sumir virða umferðarreglur og nota ekki götur borgarinnar sem kappakstursbrautir, því það eru ekki allir ökuþórar, og það vilja ekki allir taka þátt í kappakstri.
Með tilkomu svona brautar væri hægt að taka kappakstur af götum borgarinnar svo þeir sem stunda ekki kappakstur fengu að keyra í friði á löglegum hraða í umferðinni áhyggjulaus frá brjáluðum ökuníðingum sem fá sínar útrásir í umferð.
Tökum hraðakstur úr umferð og setjum hann á sér braut!
Efnisstuðningur sóttur til eftirfarandi vefslóða:
www.radartest.com
www.howstuffworks.com
ww w.a-concepts.com
www.laseroptronix.se/ladar/ladarlinks .html