
Eins og áður kom fram er Prowler boðinn með 3500 rúmsentimetra V6 vél sem skilar 253 hö @ 6400 rpm og hestöflunum er svo skilað til réttra staða í gegnum sjálfskiptan 4 gíra AutoStick gírkassa. Það dugir ekki að keyra svona grip á hjólbörublöðrum og ákvað Chysler að setja 17x7,5 felgur að framan en 20x10 að aftan. Útlit bílsins er æði sérstak en sumum hefur þótt framendinn minna eilítið á Formula 1 bíl en hinsvegar þykir afturendinn frekar sviplaus.
Nefndir kostir við bíllinn hafa verið að hann er kallaður “The ultimate cruising machine” og á sama tíma þykir hann á spartneytinn á USA mælikvarða.
Gallar eru að útsýni úr honum er lítið þegar blæjan er uppi og svo þykir innanrými af skornum skammti. Einnig þykir hann ekki heppilegur í snjó sem kemur nú kannski ekkert mjög á óvart.
Það er mjög athyglisvert að skoða hverjir hafi verið að kaupa sér svona bíl. Chrysler var búinn að áætla að markhópuinn væri aðalega fólk á aldrinum 35-49 ára og með ársmeðaltekjur uppá 125.000 dollara eða meira en það eru um 10 milljónir ISK en svona græja kostar um 45.000 dollara í USA. Ekki virðast kvenkyns kvikmyndastjörnu hafa keypt bílinn í stórum stíl því að kaupendahópurinn skiptist ca upp í 75% karlmenn og 25% kvennmenn.
Og að sjálfsögðu er einn svona bíll kominn til Íslands.