Plymouth Prowler er aðeins annar hugmyndabíll sem DaimlerChrysler hefur kynnt undan ár sem hefur náð að fara í framleiðslu tiltölulega lítið breyttur frá því þegar hann var fyrst kynntur til sögunnar. Hinn bíllinn er að sjálfsögðu Dodge Viper. Chrysler kynnti þennan bíl sem fyrsta verksmiðjuframleidda Hot Rod bílinn og er sagt að hann hafi upphaflega verið hannaður fyrir markhópinn “Kvenkyns kvikmyndastjörnur sem vilja blæjubíl”. Ekki voru allir Kanar sáttir við að Chrysler væri að kalla bíl sem væri aðeins með V6 vél Hot Rod en hinn almenni hardcore Hot Rod fan í USA lítur ekki við bílum með minni en V8 vél en það þótti bót í máli að hann væri þó framleiddur í Detroit. En bíllinn fór í framleiðslu árið 1998 en salan hófst árið 1999 og hefur gengið vel að selja því að það er allavega ágætis biðlisti eftir bílnum.
Eins og áður kom fram er Prowler boðinn með 3500 rúmsentimetra V6 vél sem skilar 253 hö @ 6400 rpm og hestöflunum er svo skilað til réttra staða í gegnum sjálfskiptan 4 gíra AutoStick gírkassa. Það dugir ekki að keyra svona grip á hjólbörublöðrum og ákvað Chysler að setja 17x7,5 felgur að framan en 20x10 að aftan. Útlit bílsins er æði sérstak en sumum hefur þótt framendinn minna eilítið á Formula 1 bíl en hinsvegar þykir afturendinn frekar sviplaus.
Nefndir kostir við bíllinn hafa verið að hann er kallaður “The ultimate cruising machine” og á sama tíma þykir hann á spartneytinn á USA mælikvarða.
Gallar eru að útsýni úr honum er lítið þegar blæjan er uppi og svo þykir innanrými af skornum skammti. Einnig þykir hann ekki heppilegur í snjó sem kemur nú kannski ekkert mjög á óvart.
Það er mjög athyglisvert að skoða hverjir hafi verið að kaupa sér svona bíl. Chrysler var búinn að áætla að markhópuinn væri aðalega fólk á aldrinum 35-49 ára og með ársmeðaltekjur uppá 125.000 dollara eða meira en það eru um 10 milljónir ISK en svona græja kostar um 45.000 dollara í USA. Ekki virðast kvenkyns kvikmyndastjörnu hafa keypt bílinn í stórum stíl því að kaupendahópurinn skiptist ca upp í 75% karlmenn og 25% kvennmenn.
Og að sjálfsögðu er einn svona bíll kominn til Íslands.