Týndi hlekkurin? Sá þessa líka skemtilegu gerð af BMW.
Eina sem ég held að við á huga höfum ekki rætt, ekki svo ég muni allaveg.

Týpan er BMW 507.
Hann var smíðaður á árunum \'56 - \'59. Maður sér greinilega
hvaðan Z línan hefur svipin, sértsaklega Z8 með nefið.
Hann var upphaflega hugsaður sem superbíll, og tókts það næstum því,
þó að 507 hafi aldrei náð þeim hæðum sem t.d. XK frá jaguar eða DB6 frá Aston
þessi, ólikt hinum, hafði ekki L6, heldur ál V-áttu sem rúmaði tæpum
3.2 litrum og skilaði 160 hestum á meðan XK skilaði á
sínum seinni árum 240(XK hætti framleiðlsu \'61 og 507 \'59)

En þessi bíll var framleiddur fyrir bandarískan markað(V-áttan) og tókst í
raun alls ekki, þessi bíll endaði sem einn enn bíllin sem grynnkaði á
bankareikningum í Bæjaralandi. Þessa dagana er þessi bíll einn af verðmeiri
BMW safnbílunum.

Vél : V8 3168cc, 150-160 hö
Bremsur : diskar að framan og trommur að aftan
Gírkassi : Beinskiptur fjögurra gíra
0-60mph : 9sek og toppar í 224kmh.

DÞÓ

Heimildir:
The A - Z of Landmark cars eftir Hilton Holloway og Martin Buckley
Supercars.net fyrir samanburðar myndir
Hinn ógurleigi heili í hausu höfundi ;)
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil