4. umferð HM í ralli fer fram um næstu helgi og verða fyrstu bílar ræstir af stað á föstudaginn en keppni lýkur svo á sunnudag. Hún fer fram á Catalunya á Spáni. Staðan eftir 3 fyrstu keppnir ársins er eftirfarandi.
MARLBORO MITSUBISHI RALLIART er í fyrst sæti eftir 3 umferðir með 33 stig. MITSUBISHI mætir með lítið breyta bíla frá Portúgal en þar lenti Freddy Loix í því að gírkassinn í bílnum hans bilaði og var það rakið til drullu sem hafði einhversstaðar troðið sér inn.
FORD MOTOR COMPANY er í öðru sæti með 20 stig. Ford hefur gert litlar breytingar frá síðasta ralli en hafa þó hækkað bíla sína dálítið. Colin McRae lenti í vélarbilun í Portúgal sem var rakin til bilunar í ECU.
HYUNDAI CASTROL WORLD RALLY TEAM er í þriðja sæti með 8 stig. Hyundai menn hafa einbeitt sér að því undanfarna viku að æfa sig í akstri á malbiki en spænski kappaksturinn er mikið til keyrður á malbiki.
SUBARU WORLD RALLY TEAM er í fjórða sæti með 7 stig. Allir þrír ökumenn Subaru fá nýsmíðaðar Imprezur sem ekki hafa verið notaðar áður í ralli.
SKODA MOTORSPORT er í fimmta sæti með 6 stig. Skoda hefur einbeitt sér að þróunarvinnu á vélum sínum í seinustu viku.
TEAM PEUGEOT TOTAL er í sjötta sæti með 4 stig. Peugeot var í vandræðum með kælikerfið í bílum sínum í Portúgal sem leiddi af sér ofþrýsting og að lokum míglekum vatnskassa sem er ekki mjög sniðugt í kappaksturbílum. Það má geta þess að heimsmeistarinn Marcus Gronholm hefur aldrei náð að lenda í þremur efstu sætum í rallkeppnum á malbiki og þvi eru Peugeotmenn ekkert allof spenntir fyrir þessu ralli.