Ofursportbílar - vettvangur drauma, og bílskúra margfaldra milljónamæringa. Hraðskreiðustu bílar heimsins eru eignir fárra heppna einstaklinga, og það er góð ástæða fyrir því. Flestir hinna ríku hafa ekki hæfileikana til að stýra þessum gríðarlega dýru tækjum, en þeir eiga peningana og þeim finnst gaman að flagga þeim. Margir framandi bílar hafa verið kynntir á síðasta áratug, og nokkrir af þeim eru svo magnaðir að það er erfitt að leysa þá af hólmi. Einn slíkur bíll er konungur ofursportbílanna. Og sá bíll ber nafnið McLaren F1.
McLaren F1 heldur metinu “hraðskreiðasti framleiðslubíll í heimi”, en aðeins vegna þess að keppinautar hans hafa ekki enn hámarkshraða prófað bíla sína. Framleiðendur hafa verið að elta þennan titil í áraraðir. Í gamla daga átti Lamborghini Miura með sína 352 hestafla V12 vél, þetta met. Hámarkshraði þess bíls var 274 km/klst. Nærri okkar dögum átti Porsche 959 þetta met árið 1987. Knúin af 450 hestafla Twin Turbo sex strokka vél, náði hann 317 km/klst. Árið 1992 ruddist Jaguar inní leikinn með 542 hestafla V6 Turbo vél sem knúði XJ220 í 341 km/klst. XJ220 varð því orðinn þekktur sem hraðskreiðasti götulöglegi framleiðslubíll í heimi. En Adam var ekki lengi í paradís því ári seinna sló McLaren þetta met með stæl, með hraða yfir 350 km/klst.
Að halda þessum titli í góðan áratug er afrek útaf fyrir sig, en frá og með Júlí 2003 átti samkeppnin eftir að harðna. Á nýrri öld komu fram á sjónarsviðið bílar frá hinum ýmsu framleiðendum sem eiga eftir að ógna McLaren í kappinu um hraðametið. Þeir eru Ferrari Enzo, Saleen S7 og Koenigsegg CC. Af öðrum ofursporturum eins og Lamborghini Diablo GTR, Mercedes Benz CLK-GTR, Ferrari F50, Pagani Zonda og Mosler MT900 er að segja að þeir komust nálægt markinu en ekki alveg.
McLaren F1
Árið 1993, rættist draumur fyrrum Formula 1 hönnuðarins Gordon Murrey þegar hann fékk að hanna hinn fullkomna ofursportbíl. Hann fékk BMW til að fallast á að smíða óviðjafnanlega vél nákvæmlega fyrir bílinn sinn, árangurinn var 627 hestafla V12 vél klædd í fágaða og létta yfirbyggingu með einstaka akstursstöðu fyrir miðjum bílnum, svipað og í eins sæta kappakstursbílum. Aðeins 100 eintök voru smíðuð og 25 af þeim voru kappakskursútgáfur. Því mun þessi milljón dollara bíll aðeins hækka í verði.
Teiknaður af hinum víðfræga hönnuði Peter Stevens sem hannaði áður fyrir Lotus og Jaguar. Koltrefjaskrokkurinn lítur ekki út fyrir að vera stór en ótrúlegt en satt þá komast þrír fyrir í bílnum. Einn ökumaður og tveir farþegar. Enginn annar ofursportbíll hefur ennþá leikið það eftir. Bíllinn er allur handsmíðaður og það tekur 6000 vinnustundir að smíða eitt eintak og eru gæðin því óumdeilanleg, þess má geta að McLaren F1 er vel nýtilegur bíll þar sem farangursgeymslurnar í honum eru ólíka stór og í Ford Fiesta. Erfitt er þó að komast í miðsætið en sú staðsetning á ökumanninum gerir þyngdardreyfinguna hinsvegar fullkomna. Fjórar útgáfur eru til af McLaren F1, þær eru Ameritech útgáfan sem var breytt fyrir Bandarísk árekstrarpróf og er því örlítið kraftminni, F1 LM, kappaskturútgáfan F1 GTR og hinn endurbætti og kraftmeiri F1 GT.
Vélin í er 6.1 lítra V12, smíðuð af Motorsport deild BMW, einungis fyrir McLaren, snúningshraðinn er takmarkaður við 7500 snúninga á mínútu. Vélin er smíðuð úr Magnesium, áli og koltrefjum til að spara þyngd, vélarrúmið er þakið með gulli vegna hitaleiðandi eiginleika þess. 627 hestöflin eru þó svolítið yfirdrifin fyrir grindina svo bíllinn höndlar ekki jafn vel og til dæmis Ferrari F50. Ríkulega búinn af tækni með til dæmis viftu aðstoðuðum vindklúfum en skortir þó undirstöðu aukabúnað eins og útvarpi og ABS.
Fyrsti McLaren F1 sem var hraðaprófaður árið 1993 sló met hins götulöglega Jaguars með hraðanum 371.679 km/klst notandi 585 hestafla frumútgáfu af vélinni. Fimm árum seinna, náði endanleg útgáfa bílsins 386 km/klst sem hefur ekki enn verið slegið. Aukinheldur nær F1 320 km/klst á 28 sekúndum, sem mun seint verða jafnað.
Saleen S7
Saleen er vel þekkt Bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að breyta Ford Mustang. En nú hafa þeir ákveðið að byggja sinn eigin bíl frá grunni. S7 var frumsýndur árið 2001 og var nefndur fyrsti ofursportbíll Bandaríkjanna, brunandi frammúr Corvettum og Viperum í að keppa við hraðskreiðustu erlendu bílana á veginum í dag, fær um hraða fyrir ofan 200 mílur. Samkvæmt ýktum auglýsingum frá framleiðanda á bíllinn að vera svo straumlínulagaður og hann á að geta keyrt á hvolfi á 250 kílómetra hraða og vera sem límdur við malbikið. Það tók aðeins 18 mánuði að hanna þennan bíl sem mun verða framleiddur í 300-400 eintökum næstu fjögur ár.
Aðalhönnuður Saleen, Phil Frank teiknaði bílinn í tölvu undir miklum áhrifum frá teikningum sem verkfræðingar Saleen höfðu gert eftir vindgangaprófanir. Vindkljúfar á bílnum sjá til þess að loftstreymi um bílinn sé hámarkað og hann haldist stöðugur á miklum hraða. Ökumannsætið er jafnvel fært nálægt miðju til þess að halda réttri þyngdardreyfingu. Bíllinn getur borið farangur í húddinu vegna þess að bíllinn er með vélina afturí eins og lang flestir bílar í sama flokki, ýmis þægindi eru í bílnum þar á meðal geislaspilari, rafdrifnar rúður og bakkmyndavél.
Saleen S7 er búinn 7 lítra 550 hestafla vél sem er byggð á V8 vél frá Ford en er öll úr áli. Þótt hestöflin séu færri í S7 togar hún meira en McLareninn, 520 lb-ft á móti 479 lb-ft. Byrjunarhröðun er glæsileg og heldur vel í Ameritech F1, en millihröðun er annað mál. Dodge Viper SRT-10 getur jafnvel náð S7 um 100 mílna markið, Viper getur jafnvel bremsað betur því S7 hefur ekki ABS. En til varnar Saleen, þá toppar Viper í um 300 km/klst en S7 getur haldið áfram vel upp fyrir þann hraða.
Getur þessi létti Bandaríski bíll keppt um háhraðakrónuna? Því miður hefur S7 aldrei undirgengist háhraðaprófanir og jafnvel fræðilega á þessi bíll að toppa í um 350 km/klst - sem er jafnt og 7.3 lítra Pagani Zonda, en ekki einusinni nálægt McLaren. En ef við lítum á björtu hliðarnar þá kostar hann einungis tvo þriðju af Ferrari Enzo og einn þriðju af F1.
Ferrari Enzo.
Nefndur eftir hinum goðsagnakennda föður Ferrar, Enzo er besta tilraun Ferrar til að smíða hraðskreiðasta bílinn. Framleiddur í aðeins 399 eintökum, verður Enzo væntanlega skráður í sögubækurnar sem tæknilegasti bíll síðari ára þótt hann slái ekki hraðamet McLaren F1.
Eins og venjulega kusu Ferrari, Pininfarina til að hanna Enzo en í þetta skiptið fóru hönnuðir Pininfarina í alveg nýja átt, með því að gera tilraun til að líkjast Formula 1 bílum sem mest. Þótt að svipur sé með þeim gefur það bílnum frekar ráðvillt útlit. Þrátt fyrir það er útlitið einstakt og hagnýtt. Beitandi hugmyndum úr F1 kappakstri, valda risavaxin loftinntök bílsins því að hann kíttast niður á veginn. Lítill vindkljúfur kemur upp þegar hraðinn fer upp fyrir 160 km/klst. Til að halda þyngd niðri er skrokkurinn smíðaður úr koltrefjum, á meðan grindin er smíðuð úr léttmálmum. Þó má nefna að smíðagæðin eru ekki eins góð og ætlast mætti af Ferrari.
Vélin er 6 lítra V12, ein af þeim allra kraftmestu í heiminum. Hún pumpar út 660 hö og 485 lb-ft af togi. Vélin snýst uppí 8000 snúninga á mínútu og 80% af toginu kemur inn við 3000 snúninga. Til þess að halda í sem minnsta heildarþyngd er vélin ein sú léttasta í heimi. Gírkassinn er sex gíra og búinn upptaksstjórnun. Enzo er útbúinn spólvörn, skrikvörn, ABS, rafstýrðri bremsudeilingu og stöðuleikakerfi sem sjá um að halda honum inná malbikinu í hörðum akstri. En allt þetta var sparað í McLaren F1 til að spara þyngd.
Mun hinn hátæknivæddi Enzo bera McLaren ofurliði? Vélin er svo sannarlega kraftmikil. En því miður er Enzo of vel útbúinn og þar að leiðandi of þungur svo að hámarkshraðinn er í kringum 350 km/klst, langt fyrir neðan markið. Loftaflsfræðileg snilld Enzo hjálpar einnig lítið. Duglegur á brautunum og breiðstrætunum, en ekki konungur beinnu línunnar.
Koenigsegg CC 8S
Koenigsegg CC 8s var fyrst upphugsaður árið 1994. Hugarfóstur svíans Christian Von Koenigsegg sem setti saman nokkur sænsk fyrirtæki til að vinna að bílnum, fyrsta prufuútgáfan sást árið 2000 og fyrsti bíllinn sem var tilbúinn til afhendingar kom 2002.
Bæði skrokkurinn og grindin eru smíðuð úr koltrefjum. Þetta gerir bílinn mjög léttan og ryðfrían. Eins og með aðra ofursportbíla var grindin hönnuð af verkfræðingum með Formula 1 reynslu en þó er bílstjórinn í mun þægilegri stöðu en í Formula 1. Innréttingin er öll úr leðri, áli og koltrefjum og á bílnum eru hurðir sem opnast á þann máta að auðvelt er að komast inn í bílinn ólíkt mörgum öðrum bílum í sama flokki.
Vélin 4.7 lítra fjögurra kambása V8 með keflablásara og millikæli og er heil 655 hestöfl. Þessi litla og létta vél er smíðuð úr álmálmblöndu, títaníum og koltrefjum. Ólíkt Enzo er lítið um rafstýrða ökumannshjálp, og er Koenigsegg því mun hreinni akstursbíll.
Seint á árinu 2002 var Koenigsegg CC settur í hraðaprófun sem var þó hætt snemma vegna bleytu á brautinni, þó náðu þeir að setja bílinn í 366 km/klst með nægt afl eftir. Það gerir CC 8S hraðskreiðari en Enzo og S7 ásamt öllum öðrum framleiddum bílum fyrir utan McLaren. Koenigsegg eru sannfærðir um að bíllinn geti náð hámarkshraða uppá 395 km/klst. Sænski ofursportarinn hefur semsé komist í þann sess að vera næstur McLaren síðan hann kom á markað.
Framtíðin - Bugatti Veyron 16/4
Volkswagen hefur formlega tilkynnt að framleiðsla sé hafin á Bugatti Veyron sem beðið hefur verið eftir síðan Júní 2003 þegar hann var frumsýndur í Monte Carlo. Þeir hafa staðið við upprunalegu útlitshönnunina sem var sýnd á bílasýningunni í Genf árið áður. Búist er við að bíllinn eigi eftir að verða gríðarlega dýr. 1.3 milljónir dala. Veyron skýtur Bugatti aftur á topinn undir traustri stjórnun VW.
Lítið hefur verið til sparað við lúxus innanborðs, þar á meðal heil leðurinnrétting fyrir tvær manneskjur og önnur þægindi sem vantaði í McLaren F1. En það dregur þó úr mætti bílsins í upprunalegu áætlun bílsins í að verða hraðskreiðasti bíll heims.
Framleiðsluútgáfa Veyron varðveitir metið í hestöflum, hvorki meira né minna en þúsund og eitt hestafl, þessi gríðarlega orka kemur úr vélinni sem er 8 lítra W16 með fjórum túrbínum. Þó er bíllinn 50 kg þyngri en ráð var gert fyrir eða 1600 kg. Með mun meira afl á móti þyngd en McLaren F1 er því haldið fram að bíllinn komist í 100 km/klst á 2.9 sek., 1-300 á 14 sek. og með hámarkshraða yfir 400 km/klst, það má því gera ráð fyrir að Veyron verði hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll tuttugustu og fyrstu aldrarinnar.
Aðrir minnisverðir keppinautar munu vera Porsche Carrera GT og Mercedes Benz SLR McLaren, en þeir eru ekki líklegir til að komast upp fyrir McLaren F1 í afköstum. Hinn endurrisni Bugatti hækkar þar með leik hinna framandi ofursportbíla upp í nýjar hæðir.