Margt hefur verið ritað og rætt um nýju Imprezuna og ekki eru allir sáttir við nýja lookið á henni. Sagt hefur verið að Subaru hafi ekki stórar áhyggjur af því hvað mönnum finnst um lookið á bílnum því að kaupendur Impreza Turbo (nú WRX) séu ekki beint að sækjast eftir flottu looki heldur aðallega þeim tæplega 220 hestöflum sem séu undir húddinu á bílnum. En eitt er víst að aukahlutafyrirtæki kætast því að menn láta ekki spoileraleysi og kringlótt/sporöskjulaga ljós hindra sig í kaupum á slíkum bíl. Enda hefur nú komið á daginn að Subaru ætli að bjóða breiða aukahlutalínu fyrir WRX svo ekki sé minnst á Prodrive og STi ásamt nokkrum óháðum Subaru aukahlutafyrirtækjum eins og Scoobysport og Scooby Mania.
Ég held að framljósin séu það sem að fari mest í menn og aukahlutafyrirtæki hafa brugðist við því á tvennan hátt. Með því að búa til ljósakitt eða ljósahlífar eins og eru á nokkrum bílum hér á landi (veit ekki hvort það er í raun löglegt hér á landi er löggan virðist vera sérlega viðkvæm fyrir breytingum á ljósabúnaði og framhliðarrúðum).Mynd af svona ljósakitti má sjá á http://www.grahamgoode.com/subaru/products/newage.htm. Hitt ráðið er mun rótækara og það er að fá sé bara ný framljós. Scoobysport er að ljúka við hönnun á þessum nýju ljósum og Prodrive er um það bil að starta hönnunarferlinum á sinni útgáfu af nýju ljósunum.
Það er minnsta mál í heimi að bregðast við spoilerleysinu og þar er hægt að velja um orginal Subaru spoiler sem er ekki ósvipaður þeim sem var á Impreza Turbo í kringum 1995, annar orginal spoiler sem minnir dálítið á Formula 1 spoiler er einnig fáanlegur og svo að sjálfsögðu stór spoiler sem minnir á gamla STi spoilerinn en kallast WRC spoiler enda eins og sá sem er notaður á Subaru Imrpeza WRC nema kannski mínus vindgangahönnun sem myndi trekkja upp verðið á gripnum.
Svo er náttulega hægt að setja orginal Subaru spoilerkitt á bílinn en það kostar um 1500 pund í UK og þá fær maður líka með Prodrive rear silencer sem ég hef reyndar ekki ennþá séð mynd af.
Orginal kittið minnir mig dálítið á kittið sem Honda setti á alla 96-98 Civicana sína og engin var spes með hér á landi en yfirleitt eru þessi orginalkitt frekar óspennandi. Fyrir þá sem eru ekki fyrir orginal spoilerkitt eru Scooby Mania búnir að hanna snilldarkitt og það er svo nýtt að það er ekki enn komið verð á það en það verður eflaust eitthvað dýrara en origal kittið.
Tuning breytingar á Impreza Turbo og WRX eru heill kapítuli út af fyrir sig og verður ekki farið út í það hér enda myndi það eflaust enda í nokkuð þykkri bók.
En menn hér á landi virðast vera frekar hikandi með að kaupa nýju Imprezuna því að ég veit bara um 2 eintök sem eru komnir á götuna hér á landi. USA og UK menn eru hinsvegar sáttir og þá sérstaklega þeir í USA því að ekki mátti flytja gömlu Imprezuna inn til USA út af mengunarreglum sem kemur eilítið spánskt fyrir sjónir.
Bíllinn sem fylgir með þessari grein er kynningar/prufubíll frá Scoobysport og er búinn eftirfarandi aukabúnaði:
Scoobysport turbo back exhaust
Leda B01 fjöðrunarkerfi
Brembo 305mm 4 pot bremsudiskar og kerfi
18” Speedline GT One álfelgur
Scoobysport WRC spoiler
Hella HID ökuljós