Ég bara varð að segja hvað mér finnast nýju Alfa Romeo bílarnir geðveikt flottir. Mér finnst samt 166 flottari en 147, en 147 var samt kosinn bíll ársins í Evrópu! Ég fatta samt ekki 8milljónir fyrir einn bíl… (samt 370 hestöfl- en það er nú eiginlega bara hættulegt að eiga svoleis bíl… ) en það er náttúrulega líka hægt að kaupa ódýrari týpuna :)
Hmmm…. Góð spurning. Ég er að reyna að gera upp huga minn. Ágætis byrjun væri Porsche Boxster S ásamt svona Renault Sport Clio 172 sem daily driver. Það freistar samt að skipta Boxsternum út fyrir eitthvað eins og Porsche 911 Carrera RS 2.7… Ég get alltaf keyrt Renaultinn. Og afgangurinn? Penthouse-íbúð nálægt miðbænum með stæði í bílskýli og heimabíó frá helvíti.
Þýðir ekki að eiga heima á hótel mömmu og keyra Bentley Continental R PC. Þótt það freisti… ;)
það má alveg búast við því að sjá þennan Maserati 3200 á götum Reykjavíkur innan skamms, 8 millur er ekki of mikið fyrir suma íslendinga..
147an er alltof dýr. 1.7milljónir fyrir 105hestafla hatch? …ég á eftir að skoða hann, en væntingarnar eru skiljanlega miklar, bíllinn skal sko vera ansi góður fyrir þennan pening!
Sammála um verðið á 147 sérstaklega þegar Alfa 156 kostar frá 1790 þ. Umboðið er líka mjög lélegt, margra mánaða bið eftir varahlutum, ef þeir þá koma.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..