Fannst líka einfaldlega að eitthvað þurfti að skrifa um þessa bíla, líka það að það er búið að vera frekar dautt í greinaskrifum í smá tíma.
Buick Riviera, að mínu mati einn af fallegasta afurð þessa gullnu tíma, 60-70. Buick tók af skarið í framleiðslu stórra og þunga bíla með stíl og frammistöðu sem líkast átti bílum frá Evrópu.
Þó svo að Riviera hefur aldrei verið talinn til Musclebíla, þá á hann svo sannarlega skilið sæti í sögu þeirra bíla, sem einn vinsælasti bíll þá á markaðnum.
-1963- Fyrsti Rivierann fór á markað árið 1963 og gekk hann oft undir nafninu “model 4747” og sló hann í gegn í Ameríku og seldust ein 40.000 eintök af honum sem eðalvagni það árið. Bílinn var mjög svo sportlegur í útliti og var hönnunin hrein fegurð. Bílinn kom með 401ci v8 vél en fyrir 50$ aukalega fékkstu 425ci v8.
-1965- Á árinu voru gerðar nokkrar breytingar á bílnum, en honum hafði verið nánast ekkert breytt 1964. Hafði nú verið gefinn möguleiki á að kaupa Gran Sport útgáfu af Rivieranum, en það mjókkaði ennþá meir bilið á milli þessara bíls sem eðalvagn eða musclebíls, aðalljósin voru nú falin bakvið fallegt grillið og flippuðu þau fram þegar honum var startað.
-1966-69- Árið 1966 gekkst bíllinn undir stórbreytingar á útliti, þar sem öll lögun bílsins var endurhönnuð. Bíllinn fékk á sig fastback útlit og var húddið lengt svo um munaði, og varð standard vélin 425ci v8 í staðinn fyrir 401 sem hafði verið öll árin á undan. Frá 66-69 hélst bíllinn frekar óbreyttur fyrir utan smábreytingar inná milli, nema skipt var út vél árið 67, og var hún þá komin í 430ci v8 sem skilaði 360 break-hp. Og árið 69 náði salan hápunkti, og seldust nákvæmlega 52,872 stykki.
-1970- Hér var útliti Riviera aftur umturnað, og ekki til hins betra. Núna náði klæðning bílsins að hluta til yfir afturdekkin (skiljið hvað ég á við), og aðalljósin sem höfðu verið hulin bakvið grillið á meðan ekki notuð heyrðu nú sögunni til. Sett var ný vél í hann, 455ci v8 sem var nokkuð kröftug aðvitað, en bíllinn þyngdist rosalega í leiðinni, afleiðngar voru að salan féll niður í 37,336 stykki.
-1971-73- Er nú komið að merkilegum hluta í sögu Riviera, breytt var útliti bílsins svo að eitt aðal kennimerki hans leit dagsins ljós. Sett hafði verið “bátslaga” stél aftan á bílinn, sem minna átti á stíl fornbílanna frá 30 árunum, stélið hélt út í 3 ár og hélt salan áfram að falla þrátt fyrir þessa nýjung. Sennilega hefur ástæðan fyrir því verið að bíllinn þyngdist mikið og var 455ci v8 vélin tjúnuð niður í 315 break-hp.
Frekar erfitt að lýsa þessu stéli, en það má glögglega sjá á myndinni sem fylgja á greininni. Sala bílsins hélst í kringum 33,000 þessi seinustu ár bílsins, þar sem hann var virkilega fallegur, og þess virði að eiga sem safngrip í dag.
-1974-75- Nú skar bíllinn sig ekkert úr frá öllum öðrum amerískum bílum þessa tíma, hann hafði misst bátslaga stélið sitt og öll sín kennimerki með. Vélarkrafturinn og salan héldu áfram að falla, og var vélin komin niður í 205 break-hp árið 75 sem er fyrirlítanlegt, það sama ár var salan ekki nema 17,036.
Næstu árin skelltu Buick nafninu Riviera á nokkur model, en enginn þeirra hafði jafn fallegan stíl og Rivieran frá 60-70.
Þessi bíll er í dag mikill safngripur og er frekar erfitt að komast yfir fallegt model af réttum árgangi, þar sem hann er mjög eftirsóttur.
Myndin sýnir bakhlið '73 models, þar sem greinilega má sjá bátsstélið fallega. Annaðhvort dást menn að þessu eða hata.
Þið sjáið alveg að þetta er ekki allt frá mér, ég fann mikið af þessu af netinu, og ég veit alveg að það nenna fáir að lesa “copy paste” af netinu, en þetta er ekki alveg það.
Takk fyrir,
Friðrik
“we are brothers