Menn hafa mismunandi smekk, það er hlutur sem er einfaldlega sjálfsagður. Eitt sem ég hef þó aldrei skilið er fólk sem afskrifar hreinlega hluti sem falla ekki að þeirra eigin smekk.
Og þetta er stærasta ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa þessa grein.
Orðrómar hafa verið á netinu undanfarið um að það sé búið að reka Chris Bangle (héðan í frá CB) yfirhönnuð bmw, þeir segja að hann fái að klára að fylgja 1 seríunni eftir og hætti svo, hvort þetta er satt eða ekki veit ég ekki um. En málið er að ég varð allavega mjög reiður þegar ég las þetta því þetta þýðir að þröngsýna fólkið hafi unnið.
Ég skal fúslega viðurkenna að það má deila um þá hönnunarstefnu sem bmw tók eftir að CB byrjaði hjá þeim (hann sá um nýju 5,6,7,Z4, andlitslyftinguna á X5, X3 og svo væntalegu 1 og nýju 3 línurnar). Þetta eru allt bílar sem eru mjög áberandi hvað útlit varðar, og fyrir mér er það mjööög stór hluti af því sem gerir flottan bíl. Það er þetta element sem gerir það að verkum að þú getur ekki annað en skoðað hann betur þegar þú mætir honum eða þú gengur fram hjá. Ég get skilið að þessir nýju bílar eru ekki allra tevatn en t.d. finnst mér alveg glórulaust að halda því fram að þeir séu bara ljótir (ok, ég verð að viðurkenna að ég mundi aldrei kaupa mér x3), þeir eru bara laaangt á undan ölluð öðrum. Ef þú horfir á bíla í dag, nýju mözdurnar, hondu accord, lexus, benz og fleiri sem eru að gera góða hluti hvað útlit varðar þá líta þeir eiginlega bara gamaldags út miðað við bmw'ana. Afhverju er það slæmt? finnst það bara frábært að fá næstu kynslóð bíla í dag. Hverjir hafa ekki röflað yfir því hvað bílar eru tónaðir niður frá concept útgáfum yfir í götuútgáfur? ég hefði haldið að menn vildu fá bíla sem væru frekar agressívir og áberandi.
Að því ég best veit þá hefur sala bmw ekkert minnkað, allavega ekki um eitthvað markvert umfram aðra, þannig ég fæ ekki betur séð annað en að þetta sé hreinlega gert til að friða bílagagnrýnendur og aðra sem ráða ekki við sig og þurfa að rakka þá niður bara afþví þetta fellur ekki að þeirra persónulega smekk. Þannig er þetta framtíðin? á bara alltaf að hanga á öllu sem virkar í dag bara til að vera ekki öðruvísi? mér finnst ekki… gott dæmi væri að það yrði bara hætt að búa til öðruvísi föt í dag bara afþví allir eru ánægðir í dag, eða það væri alltaf bara gerð betri útgáfa af bíómyndunum sem slóu í gegn í fyrra. Persónulega hef ég ekki neinn áhuga á Die Hard 1 Version 10.
Framtíðin ein mun dæma Chris Bangle en ekki þröngsýnir asnar eins og Jeremy Clarkson sem nýverið dæmdi BMW línua eins og hún lagði sig ljótustu bíla í heimi fram yfir t.d. hyundai matrix og aðra truly ljóta bíla, menn eiga eftir að sjá að eftir nokkur ár líta fallegir bílar út eins og bmw dagsins í dag.
Fyrir þá sem ætla svo að fara að tuða yfir því að “jú, þetta eru víst ljótir bílar!” ætla ég bara að benda á að þessi grein er ekki skrifuð til að keyra upp hönnun bmw heldur bara segja að þetta veldur mér áhyggjum því þessi viðbrögð fólks segja hönnuðum að þeir verða að halda sig við mainstrímið, en þá er ég auðvita að tala um menn sem eru að hanna fyrir fyrirtæki eins og bmw og aðra sem framleiða bíla sem eru virtir en ekki menn sem búa til tískubíla fyrir toyota, renault og annað í þeim geiranum þar sem þetta skiptir ekki jafn miklu máli því það er hönnuð hvorteð er önnur lína eftir tískuni sem verður eftir 2 ár.
Chris Bangle á alla mína virðingu fyrir að þora að vera öðruvísi og tókst að mínu mati gríðarlega vel.
Takk fyrir.