Umferðalög segja til um hver á réttinn í allskonar dæmum. T.d. á ljósum, T gatnamótun, vinstri beygjum og allskonar en eitt er það sem ég finn ekki, það er það þegar verið er að bakka þá er maður alltaf í órétti en maður er einnig alltaf í órétti þegar maður er að koma útúr bílastæði.
Hvor á réttinn þegar þetta mætist ?
Ég myndi halda að það væri sá sem er að bakka þar sem hann er að keyra eftir götu en það gengur ekki alveg upp þar sem eins og þegar gatnamót eru þá á sá sem keyrir stóru götuna ekki alltaf réttinn yfir þann sem er að keyra litlu.
Svo kemur þessi frægi hægri réttur. Virkar hann í þessu tilfelli ?
Þetta er svolítið sem ég byrjaði að pæla í núna í gær og ég þeir sem ég hef spurt hafa ekki getað svarað þessu.
Er að pæla hvort að einhver hér viti svarið við þessu og geti frætt hina hugarana hérna sem vita það ekki.
Síðan er líka eitt, ef svona aðstaða kemur og það verður árekstur, eru tryggingarnar þá lausar þar sem báðir bilarnir voru í órétti ?
Dæmi um þar sem svona aðstæður geta komið upp þá er það t.d. í T götu þar sem bíll er að keyra útúr bílaplaninu heima hjá sér en annar sem á heima í húsinu fyrir innan er að bakka út götuna.
Árekstur gæti þar myndast þar sem oft eru svona horn mjög blind útaf trjám eða öðrum hlutum sem eru fyrir.
———————
Ingvar
icarus755@hotm ail.com