Ég var að spegúlera í sambandi við akstursnotkun bíla..
Þegar ákveðið er að kaupa bíl, eða eyða pening í breytingar á honum, þá verður alltaf að taka tillit til ástands bílsins og akstursnotkunar. Tenging er auðvitað á milli akstursnotkunar og ástands, en alltaf eru þó undantekningar.
Hvað finnst ykkur að bíll megi vera ekinn? Miðað við venjulegan akstur auðvitað. Og þá væntanlega í nokkrum flokkum, Charade ekinn 100þús er ekki það sama og 750i ekinn jafn mikið…
Og einnig, hvað má bíll vera ekinn mikið til þess að taki því að breyta honum?
Ég tók eftir að GSTuning bræður eiga 3línu bíla ekna um 160þús. Eru bílarnir ennþá nógu skemmtilegir? Ekkert of mikið viðhald, eða of viðkvæmir bílar?
Íslenskir kílómetrar eru harðari en t.d. bandarískir, og því er ekki hægt að bera sig saman við akstursnotkun þar. Hérna er líka um styttri vegalengdir að ræða, snatt sem fer verr með bíla en jöfn langkeyrsla.
..tjah, hver er skoðun ykkar á kílómetramálum? Ég var aðallega að pæla í endingu og skemmtanagildi bíla í sportakstri, og hvort það væru kannski bara eintóm leiðindi að keyra of gamlan eða of mikið ekinn bíl sportlega.