Bugatti Returns! Á genfarsýningunni í ár var sýndur Bugatti sýningarbíll sem er þróun af sýningarbílnum Veyron 18/4 sem var sýndur í fyrra. Núna er henn með 16 strokka W vél sem er líklega úr Bentley Hunaudieres sýningarbílnum sem á ekki að fara í framleiðslu. En í þetta skiptið eru þessir 8 lítrar komnir með 4 túrbínur því að 630 hö voru greinilega ekki nóg fyrir nýjan Bugatti. Svo nú er hann að framleiða um 1001 hö sem skilast á götuna í gegnum 4wd og 6 gíra handskiptingu. Ekkert hefur verið gefið út um afkastagetu en áætlað er að hann komist yfir 400 kmh, sem mundi skáka hinum mikla McLaren F1.
Þessi bíll hefur fengið grænaljósið fyrir framleiðslu og áætlunin er að hann fari á markaðinn árið 2003. Það hefur ekki verið tilkynnt hvort þetta sé endanlega útlitið eða hvort honum mun vera breytt eitthvað, ég vona að þeir lappi aðeins upp á hliðina, það er ein lína sem truflar mig svolítið en annars samsvarar hann sér vel og er fallegur í dökkbláu. Ekkert hefur verið nefnt í sambadi við verð en eitt er víst, að það eiga fáir eftir að hafa efni á honum.
Nú er bara að bíða og sjá hvort VW halda Bugatti sér og fara ekki að nota hann sem auglýsingu fyrir VW sport týpur. Aðeins ein leið til að komast að því, bíða og sjá. Þamgað til, höfum við þessa mynd:
supergravity