VTEC er Acura/Honda orð yfir Variable Valve Timing og Lift Electronic Control. Fyrst kynnt um borð í byltingarkennda NSX árið 1991. VTEC er nú fáanlegt í allar gerðir Hondu/Acura. Frá nýjum 02 NSX beint niður í eldsneytis/rafmagns Civic Hybrid. VTEC hefur þróast til að passa í allar þessar tegundir véla. En grunnatriðin eru ennþá þau sömu.


Hjarta VTEC kerfisins er hönnunin á kampásinum sem hefur þrjár bungur fyrir hvert par af inntaks og útblásturs ventlum, plús samsvarandi rocker arma sem virkja ventlana. Á lágum og miðlungs snúningi opnast og lokast ventlarnir fyrir verkun rocker armanna sem fylgja tveimur utanáliggjandi kampásbungunum. Ytri kampásbungurnar hafa verið hannaðar til að gefa lága lyftingu og stutta vinnslu. Þegar farið er yfir þröskuldinn sem er yfirleitt milli 5500 til 6000 rpm sendir VTEC tölvan merki til ventils sem notar mótorolíu til að þrýsta út litlum stimplum í rocker örmunum. Þetta læsir tveimur utanáliggjandi rocker örmum við miðju arm sem er stilltur til að lyftast hærra og gefa lengra vinnslusvið. Þá opnast ventlarnir lengra og eru opnir lengur til að fæða mótorinn með lofti og eldsneyti sem hann þarf fyrir hærri snúning og hærri hestaflatölu.


Síðan VTEC var kynnt fyrir u.þ.b. 10 árum, hefur samsteypan þróað nokkrar áhugaverðar útgáfur af kerfinu. Núverandi Civic Si (Vti) mótorinn eru með einfaldara rocker arma kerfi, með tveimur örmum sem stilla ventlatímann á inntakshliðinni á mótornum. Fyrir neðan 2200 rpm fer aðkomandi loft aðallega í gegnum einn inntaksventil, sem gefur hleðslunni sterka hringiðu sem bætir vinnslu á litlum hraða. Fyrir ofan 2200 rpm læsir seinni rocker armurinn sig við þann fyrsta þannig að báðir inntaksventlarnir opnast fyrir sömu lyftingu og tímalengd sem eykur til muna loftflæði fyrir mótorinn til að brenna.


Nýi Civic Si (Vti) er með nýja “intelligent” VTEC kerfinu sem er kallað i-VTEC. “i”-ið er snyrtileg leið fyrir Honda til að segja að þeir hafi bætt við Variable Timing Control (VTC) við VTEC. VTC svipar til kerfisins sem BMW (vanos) notar, sem stillir hraðaá inntaks kampásnum til að mótorinn hafi alltaf nóg loft og eldsneyti.


Svona virkar þetta…
Tölvan sem virkjar VTC-ið fer yfir helling af mótorkóðum, s.s. staðsetningu kampássins, kveikjutíma, eldsneytisflæði ásamt fleiru - og sendir síðan olíu með miklum þrýstingi í þrýstingshólf í hólfinu hjá kampásnum til að bæta kampásstöðuna sem er tengt sveifarásinum. Þannig að þegar þú er t.d. stopp á rauðu ljósi er kampásinn nánast hættur allri vinnslu við að gefa mýkra upptak og minnkar mengun. En ef þú botnstígur bensíngjöfina mun kampásinn flýta fyrir opnun inntaksventlanna sem flýtir fyrir vinnslu þannig að upptak verður mun betra.


Honda áætlar verði komið í allar fjögurra sílendra vélar fyrir 2005. Táknar það að afi gamli eigi eftir að eiga 200 hestafla Hondu…? Neeei, varla. Á meðan VTC kerfið hjálpar mótornum að framleiða meiri orku, stuðlar það líka að minni eyðslu og minni mengun þannig að afi gamli getur líka átt Hondu með VTC kerfi sem skilar bara 110 hestöflum.