Það er eins og sumir haldi að bílar sem eru þungir að framan og léttir að aftan séu yfirstýrðir, sem sagt halda að léttari endi bílsins leiti út úr beygjunni. Ég ætla aðeins að “reyna” útskýra hvernig þetta virkar. Ég ætla þó að reyna að hafa þetta stutt. (það koma líka svo sjaldan inn greinar hér svo það er um að gera að koma með sem flestar;)
(Ég bendi líka á góða grein sem er eftir “Gulag” í flokknum undir húddinu).
Því sem bíll er þyngri því meiri kraftur togar bílinn út úr beygjunni…
Þegar er verið að tala um yfirstýringu eða undirstýringu þá er verið að tala um hvernig bíll skrikar til í krappri beygju á miklum hraða, og ekki á inngjöf! Ef við tökum sem dæmi bíl sem er með þyngdardreifinguna 65/35%, kannski einhver kraftmikill afturhjóladrifinn bíll. Ef maður gefur inn í beygju spólar bíllinn afturendanum út úr beygjunni. Það er samt ekki þar að segja að hann sé yfirstýrður!
Ef þú ert á sama bíl og kemur á góðum hraða í beygju og kúplar alveg frá, lætur bílinn renna í gegnum beygjuna á engri inngjöf þá undirstýrir hann. Því það er þyngri endi bílsins sem leitar út úr beygjunni.
Gott dæmi um þetta eru gömlu 911Porsche. Nánast allur þungi bílsins er á afturöxli, þyngdardreifingin er ca. 30/70%. Ég hef horft á video af manni sem er óvanur 911 sem var að keyra kappakstursbraut og er sennilega ekki alveg búinn að átta sig á bílnum, fynnst hann liggja vel en kemur svo að fyrstu hröðu beygjunni. Þegar hann er aðeins kominn inn í beygjuna byrjar afturendinn að skrika til og hann missir bílinn útaf og stórskemmdi bílinn, þennan fallega bíl.
Svo eru sumir sem halda að þungir bílar liggji betur en léttir bílar! Þá komum við aftur að þessu “því sem bíll er þyngri því meiri kraftur togar bílinn út úr beygjunni”. (Af hverju er þá annars verið að keppast við að hafa keppnisbíla sem léttasta??)
Best er auðvitað að hafa bíl með jafna þyngdardreifingu 50/50%, (ég er svo heppinn að hafa bíl sem er með svoleiðis þyngdardreifingu)
Svo eru rosalega margir sem bíta það í sig að bílar sem eru með miðjuvél séu bestir þegar að kemur að því að liggja vel. Það er nú bara þannig að sumir bílar sem eru með miðjuvél ná ekki alveg þyngdardreifingunni 50/50. Oftast er vélin sjálf rétti fyrir framan afturöxul en gírkassinn ofan á öxlinum. Þá liggja betur þeir bílar sem hafa jafnari dreifingu, t.d. með vél frammí og gírkassa afturí.
Þetta er svona það helsta, en það er samt svo margt sem getur hafð áhrif á þetta eins og mismunandi dekkjabreidd að aftan og framan. Það er t.d. hægt að draga úr yfirstýringu bíls með því að setja breiðari dekk að aftan.
Þetta með dekkjabreidd er sennilega sem hefur mest áhrif, en þó er ýmislegt annað sem hefur áhrif. T.d. ef þú gerir bílinn örlítið innskeifari að framan getur hann yfistýrt meira en það slítur auðvitað dekkjum mikið og ójafnt.
Þetta getur vonandi leiðrétt misskilning hjá sumum ef þið skiljið eitthvað í þessu;) ( þetta er ekki sú vandaðast grein sem ég hef skrifað;)
G.G.E. / flat6
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96