Porsche hvert sem nafnið er.
Sagan af VolksWagen bjöllunni er einnig saga Ferdinands Porsche. Án Porsche hefði VolksWagen bjallan aldrei orðið til. Ferdinand Porsche fæddist árið 1875 og árið 1900 hafði hann lokið við sýnar fyrstu teikningar af bifreið sem hét “Porsche-Lohner Chaise 1” en þessi bíll var búin rafvélum sem festar voru fremst á framhjólunum og hver rafhleðsla hafi enst 80 km. Við síðari teikningar fékkst hann aðeins við það sem hann kallaði “regluna um eldsneytis blöndur”, og notaði hann litla sprengjuvél sem var notuð til að framleiða rafmagn til að knýja bifreiðirnar áfram en hann fékkst svo loksins til að nota venjulegar vélar.
Fyrsta yfirboðara starf hans var hjá Austro-Daimler og gendi hann því í 18 ár og var var um síðir hækkaður í forstjóra en þá sagði hann upp störfum eftir að honum sinnaðist við stjórnina sem af einhverjum ástæðum fækka í starfsmanna hópnum. Fór hann þá til þýska Daimlerfyrirtækisins og var hann þar tæknilegur forstjóri en þar varð önnur deila þess valdandi að hann sagði upp störfum þar. Ferdinand Porsche hafði lengi haft þann draum heitastan að framleiða ódýra bifreið sem almenningur gæti haft efni á að eignast og reka. Ekki leið á löngu þar til hann fékk starf hjá Austurríska fyrirtækinu Steyr, en hrunið í Wall Street og afleiðingar þess leiddu til samruna Steyr og Daimler-Benz og úr varð Steyr-Daimler-Puch. Og aftur leiddi það til annarar afsagnar hjá Porsche.
55 ára gamall setti hann á stofn sína eigin ráðgjafarfyrirtæki í hönnun í vinnustofu sinni við Kronenstrasse 24 í Stuttgart. En hún bar nafnið “DR Ing hcF Porsche GmbH”. Til þess að fyrirtækið bæri yfir mikilli tækniþekkingu réð hann sérfræðinga í lykilstöður, menn sem hann bar mikla virðingu fyrir og hafði starfað með áður. Samkvæmt hinni nýju skipan átti Ferdinand Porsche að koma með hugmyndirnar og aðalatriðin en aðrir starfsmenn áttu að fylla í eyðurnar og tryggja að allt gengi að óskum. Þeir sem störfuðu við fyrirtækið voru:
Josef Kales verkfræðingur á sviði loftkældra hreyfla.
Karl Frölich sérfræðingur í drifi og drifbúnaði véla.
Karl Rabe fyrrum aðalverkfræðingur Porsche hjá Austro-Daimler.
Josef Zahradnik sem hannaði öxla og stýrisbúnað bifreiðanna.
Josef Mickl ráðgjafi á sviði loftkraftfræði.
Elstur var Josef Mickl en yngstur var Ferry Porsche. Einnig var hjá þeim Adolf Rosenburger en hann var framkvæmdarstjóri viðskiptasvið en svo óheppilega vildi til að hann þurfti að flýja árið 1933 vegna þess að hann var gyðingur.

Heimildir:
VW BJALLAN. Höf: Clive Prew.
Heilin á mér.

Ég ákvað nú skrifa aðeins vegna þess að það er frekar lítið búið að gerast hérna í þónokkurn tíma aðallega vegna próflesturs.

Þigg allar ábendingar með þökkum og vona að þið kunnið að meta þetta á ágrip mitt. Vona innilega að það þetta rífi áhugamálið aðeins upp.

Með Kveðju Atli Þór.