Nissan Skyline. Sagan Nissan Skyline Saga hans.


Fyrst var farið að framleiða Skyline árið 1955, en fyrstu bílarnir komu ekki fyrr en ’57.
Í upphafi hét fyrirtækið prince en fljótlega var byrjað að kalla bílana Datsun eða Nissan.

Fyrsta serían var ALSI – 1. Hún var búinn 1500 vél sem skilaði 60 hö á 4400 snúningum og var þetta línu fjarki.

Árið eftir kom ALSI-2 en hann var nánast sami bíllinn en hafði fengið örlitla andlitslyftingu og var núna 10 hestöflunum meiri.

Það var svo árið 1961 að það kom limited edition af Skyline en hann var handgerður. Sá bíll var bæði blæju bíll og coupe. Í þetta skipti var 1862 rúmsentimetra vél og skilaði hún heilum 94 hestöflum. Þessi bíll er án efa lang fallegasti gamli Skyline-in.

1963 kom S 50 – E týpan á markað. Útlitið á þessum seríum hélst lengi án mikilla breytinga. S 50 var til í sedan útgáfu og svo hlaðbak (station).
Vélin í þessum bíl var 1500 og skilaði alveg 70 hestöflum.

Það var svo loksins árið 1964 að Skyline ætlaði sér að keppa. Þá fyrst koma forverar GT-R bílana.
Þessi sería sem kom var kölluð S54 eða 2000GT eins og hún var betur þekkt sem.
Til voru tvær týpur af 2000GT bílnum og voru þær GT-A, en hún var með einum blöndung og skilaði hún 105 hö. Hin útgáfan aftur á móti GT-B var með 3 Weber blöndungum, LSD driflæsingu, tveggja stimpla bremsudælum o.fl sem gerði þetta að keppnistæki.
Í Japanska GP varð þessi bíll í öðru sæti, rétt á eftir Porsche 904GTS en það verður að teljast gífurlegt afrek þar sem Porsche-inn er 100% race tæki en þarna var Skyline 4-dyra fjölskyldubíll. Á meðan bíllinn var í framleiðslu vann hann margar keppnir og er það grunnurinn að velgengni Skyline.

1500 serían kom svo árið 1968 með sömu vél og fyrr en í þetta skiptið fánalegir með 1800 vél. Þetta voru síðustu bílarnir sem voru seldir undir nafninu Prince Skyline og hér eftir hétu þeir allir Nissan Skyline.

Tæpu ári seinna, í sömu seríu, komu Skyline 2000GT-R
Hann var búinn 2000 vél sem skilaði 160 hö. En það er það sama og 911 Porsche á þeim tímanum. Þetta var sama vél og var í Nissan R380 kappakstursbílnum sem m.a. vann Porsche Carrera 6 í Japan GP.
Þessi bílar voru eins léttir og hægt var, gjörsamlega tómir að innan, án miðstöðvar, útvarps o.þ.h.
Það var síðan 1971 að coupe útgáfan af þessum GT-R bíl kom. Sá bíll var léttari og styttri á milli hjóla og höndlaði því mikið betur en 4-dyra bílinn. Hætt var framleiðslu á þessum dýrgrip 1972, eða einu ári seinna.

Skyline var kominn til að vera!!!

C110 serían kom í kjölfarið árið 1972. Sá bíll kom í 4 útgáfum. 1600GT, 1800GT og 2000GT-X. GT-X bílinn var 130 hö
GT-R bílinn var síðan með sömu vél og fyrri GT-R bílinn en núna bara með einum blöndungi en skilaði sama krafti.
Aðeins 197 slíkir bílar voru gerðir og nú kom laaaaangt hlé í GT-R framleiðslu.

C211 línan kom og var nánast eftirmynd C110 nema að GT-R týpuna vantaði sökum eldsneytis kreppu og reglna sem því fylgdi. Skyline 2000GT-ES var núna kraftmesti bílinn. Það var svo 1980 að fyrsti Skyline-inn kom með turbo. En það var á 2000 vél og skilaði 140 hö. Þetta er ekkert afrek útaf fyrir sig en vegna eyðslu reglna var þetta mjög gott.

1981 kom svo ný lína sem var kölluð R30. Sá bíll var til í 5 mismunandi útgáfum og mun kössóttri en missti hann sport eiginleikana þangað til 1982.
Fram að R30 módelinu höfðu bílarnir verið að þyngjast og þyngjast en hér varð viðsnúningur í þeim efnum.
3 af týpunum fengu 1800 vél en hinar voru 2,0 og 2,8 línu sexur.
R30 RS var einn af þessum bílum og var hann á endanum komin með DOCH turbo intercooler og skilaði 205 hö.
Þetta olli því að Skyline fór aftur að keppa!

R31 kom 1985. Lítið varð um útlitsbreytingar en vegna mikillar eftirspurnar eftir lúxus urðu sport eiginleikarnir eftir með svolítið sárt ennið.
Til að bæta ennið var framleiddur R31 með nýrri vélarlínu, RB20. Þá sérstaklega RB20DET (2,0l línu sexa DOCH turbo) og skilaði 180 hö á 6400rpm
Þessi magnaða vél er upphaf RB26DETT sem var notuð allt til R34 GT-R.
1986 kom svo tveggja dyra GTS-X útgáfa af R31 og var hún með RB20DET vélinni endurbættri og var hún 190 hö.
Í GTS-X bílnum voru líka mikil tímamót en þá var kynnt HICAS fjórhjólastýri en það var í Skyline alveg að R34 módelinu og verður hugsanlega í R35?
R31 var líka framleiddur sem GTS-R og var þá nánast eins og GTS-X bílinn bara með 210 hö, sem kom til með nýrri túrbínu og betra pústi en því fylgdi einnig betri fjöðrun og bremsur. Það versta við GTS-R bílinn var að aðeins 200 eintök voru gerð.

1989 kom loksins R32 bíllinn og var hann þá að koma í langþráðri GT-R útgáfu.
Einnig komu aðrar útgáfur með RB20DE vélinni frá 155 hö upp í 212 hö. Það var líka gefin út í fyrst skipti RB25DE vél sem skilaði 180hö.
GT-R bíllinn aftur á móti var mun tæknilegri.
Hann var með ATTESA-ETS (Advanced Total Traction Engineering System for All - Electronic Torque Split) fjórhjólastýri og svo Super-Hicas fjórhjólastýri, en það beygir afturdekkjunum um allt að eina gráðu í aðra hvora áttina.
En GT-R var ekki bara með frábært höndling, heldur var hann útbúinn RB26DETT en það var í fyrsta skipti sem hún leit dagsins ljós. Vélin skilaði 280 hö og var það ekki haft meira fyrir sakir japanskra reglna. Bílinn var 4,8 sek í hundrað og fór óbreyttur í Group A japanska race-ið en fljótlega var hætt með þann flokk vegna einokunar Skyline-s á verðlaunasætin.

Skyline R33-R34 GT-R (sleppi hinum modelunim en Skyline fæst 4-dyra 1800 og upp að 2,6l TT coupe)


R33 svipaði mikið til forvera síns R32 og kom hann nánast eins. Hann hafði fengið útlitsbreytingar og var núna mýkri að sjá og var meira nothæfur. Hann var lengri og hafði mýkri fjöðrun en R32. Fótapláss var aukið til muna og sömuleiðis skottið. R33 bílinn er þannig mun rýmri en forveri sinn.
Mönnum þótti merkilegt að sjá að R33 skyline væri betri í alla staði þar sem R32 hafði verið nánast ósigrandi. Vélin var örlítið betrumbætt og var þá aðalega að togið var meira og kom fyrr inn.
Einnig voru gerðar breytingar á Super-Hicas 4WS og á ATTESA-ETS 4WD búnaðnum.
Þetta módel kom líka í 4-dyra útgáfu og er það eini GT-R bílinn sem er til 4-dyra. Þetta var gert í tilefni 40 ára afmæli Skyline.

NISMO 400R
Þetta er Nissan Skyline R33 V-spec í grunnin. Ástæðan fyrir því að þessi bíll kom út undir nafninu NISMO (Nissan Motorsports) og er það gert til að forðast lög um kraft takmörkun. Í japan segja reglur til um það að ekki megi fjöldaframleiða bíl sem er kraftmeiri en 280 hö en þar sem NISMO framleiddi ekki bílinn heldur breytti honum aðeins var það undanþegið. Þessi bíll er útboraður í 2,8l með RBX-GT2 twin túrbínum og skilar standard 400 hestum. Því miður er þessi bíll nánast ófáanlegur vegna þess að aðeins voru seldir 99 slíkir í heiminum.

Eftir miklar markaðsrannsóknir komust menn að því að fólk kunni betur við R32 heldur en R33 sem sportbíl. R32 var léttari, liprari þrátt fyrir að hafa ekki alveg sömu eiginleika og R33.
Út frá þessum rannsóknum var R34 gerður. Hann er því mun líkari R32 heldur en R33.
R34 var 50% stífari en R33 og þrátt fyrir það var R33 bílinn mjög stífur. Þetta var algert meistara stykki og átti hann lengi brautarmetið á Nürburgring en Porsche 996 Turbo náði rétt svo að slá það met út.
Svo að R34 bíllinn sé aðeins borin saman við fleyri Porsche-a þá er hann sneggri en Carrera 4 (alltaf verið að tala um standard bíla) og og úr 120 km/h er hann með 3 m styttri bremsuvegalengd heldur en Porsche GT3. Það að verður að teljast gott.
Ekki má síðan gleyma að þessi bíll hefur verið settur yfir 1300 hö.
Besti tími sem ég veit um á GT-R R34 skyline er 1,7 sek í 100 km/h og sami bíll var með hámarkshraða staðfestan 460 km/h. Þetta verður að teljast ótrúlegt!!!

Skyline V35
Þetta er nýjasti bíll Skyline og er kominn út en aðeins sem fjölskyldubíll.
Hugsanlega verður gerður GT-R bíll og verður það þá í fyrsta skipti sem Skyline verður seldur á alþjóamarkaði.
Hann mun þó að öllum líkindum ekki vera með RB26DETT vélinni heldur einhverri V6 eða V8.
Hlökkum bara til og vonum það besta um nýjan GT-R.

Seinna skrifa ég nánar um GT-R R33 en það er sá bíll sem mér langar í. (aðalega vegna þess að R34 er OFURdýr)

Vona að sem flestir hafi haft gaman af þessu, þ.e ef þið nenntuð að lesa þetta og endilega bætið inní ef ég er með rangar upplýsingar eða ef mig vantar eitthvað.

Kv. Íva