Góða kvöldið -

Ég ætla að byrja að taka það fram að ég er búinn að fá mér nokkra bjóra í kvöld. Ég er því að vanda mig rosalega mikið að skrifa þessa grein svo að það verði engar stafsetningarvillur. Eins og heimildir segja til um, þá er fólk miklu hreinskilnari þegar það er aðeins í glasi og því ákvað ég að skrifa þessa grein.

Ég er tuttugu ára og bý í úthverfi Reykjavíkur. Fyrir um það bil klukkustund síðan hringdi ég í vin minn og bað hann um að skulta mér heim úr bænum. Hann kom og sótti mig og skutlaði mér heim.
Við vorum að keyra upp Ártúnsbrekkuna þegar tveir bílar sem greinilega voru í kappakstri tóku framúr okkur. Við vorum sjálf á um það bil 90 kílómetra hraða. Þessir bílar þutu framhjá okkur á sennilega 140-150 kílómetra hraða. Ég fór því aðeins að hugsa um hraðakstur og hluti tengda því.

Ég fékk bílpróf þegar ég var 17 ára og fannst ég jafnvel vera merkilegastur í heiminum. Hálfu ári seinna var ég tekinn á 121 km/klst þar sem hámarkshraðinn var 70 km/klst. Ekki nóg með það að vera tekinn fyrir LÖGBROT, þá fannst mér það cool. Fyrir ári síðan var ég tekinn á 110 þar sem leyfilegur hámarkshraði var 70 km/klst. Aftur sekur um LÖGBROT. Í þetta sinn fannst mér það ekki eins cool. Ég varð pirraður og leiður yfir því að hafa verið tekinn fyrir jafn fáránlegan hlut eins og að keyra of hratt.

Í dag hugsa ég um ættingja mína…..og ættingja annarra. Ég hef reynt að ímynda mér það hvernig sé að keyra á einhvern á 121 km/klst hraða. Í framhaldi af því fór ég að hugsa um það hversu reiður ég yrði ef að einhver myndi keyra á einhvern ættingja og ástvina minna á þessum hraða, bara vegna þess að honum fannst það cool.

Ég las grein á korkunum áðan, sem heitir Scrambler, þar sem að BlackMOOn segir við fólk:
“löggan á alltaf að sýna manni töluna þegar maður er í bílnum og spyr mann svo hvort maður samþykki töluna. alltaf að segja nei.”

Afhverju ætti maður að segja NEI? Sama hversu lengi þú leitar þá finnur þú ekkert um það í Lögreglulögum að Lögreglan verði að sýna þér töluna.


Tilgangurinn með þessari grein er sá að benda fólki á það hversu fáránlegt það sé að keyra of hratt. Ég sjálfur neita því ekki að það er skemmtilegra að keyra hratt heldur en hægt, en hafið eitt í huga. “Þið gætuð drepið einhvern”. Hugsið út í það áður en þið keyrið of hratt. Það eruð kannski litlar líkur á því að þið keyrið á einhvern af ykkar vinum eða ættingjum, en munið það að ef einhver slasast í slysi sem ÞÚ veldur, þá gæti hann verið litli bróðir, eða litla systur einhvers sem þykir undurvænt um einstaklingin, þó að þér þyki það ekki.

FARIÐ VARLEGA…

Kveðja,
Nonni