Toyota Corolla Gt-S (AE86) Daginn.

Langaði að skrifa smá grein um þennan feikna vinsæla, ja og bara all over góða bíl, hope you enjoy.

Bíllinn sem talað er um er semsagt Toyota Corolla GT-S (AE86 er boddý týpan). Framleiðsla hófst á þessum bílum árið 1983 og var loks hætt árið 1987.

Bílinn kom með 2 véla útfærslum 4AU og 4AGE. Sú fyrri var SOHC vél með blöndung og þykir satt að segja hið mesta drasl, förum ekki fleirri orðum um hana. Hin vélinn aftur á móti er afrek í sjálfum sér, byggð á hugmyndum frá Yamaha, DOHC 16 ventla 1600cc EFi. Þessi vél var að afksata um 120 hö og gat snúist í rúma 7500 snúninga sem þótti með ágætum á þeim tíma.

Bíllinn var framleiddur í mjög mörgum týpum og verður ekki farið í þær allar hér, en meðal annars var hægt að fá hann hatchback eða með skotti. Hann hefur einnig gengið undir allmörgum nöfnum svo sem Toyota Truneo og Toyota Levin.

Það áhugaverðasta við þennan bíl er hvílíkar vinsældir hann hefur aflað sér eftir að hætt var framleiðslu hans. Þar er helst fyrir að þakka að sjálfsögðu góðri vél góðu krami og aksturseiginleikum sem að margir hafa reynt að apa eftir. Ekki skemmdi heldur fyrir að aðalhetjan í Anime seríu ók um á svona bíl.

Lang vinsælast er þó að stunda svokallað Dori (e. drift) á þessum bíl, þá eru helstu kostir hver léttur hann er, afturhjóladrifinn og 53/47 þyngdar dreifing. Þó hefur sést mikið til þessa bíls í autocrossi sem og rally.

Enn í dag er þetta með heitari Cult bílum í heimi og eru til ótal úrfærslur á vélum og öllu mögulegu til að sníða bílinn að notandanum hverju sinni. Þetta var síðasta afturhjóladrifna Corollan sem Toyota gerði.

Nokkrar síður með skemmtilegum upplýsingum.

http://www.jaustech.com.au/AE86.ht m
http://www.club4ag.com/
http: //www.billzilla.org/ae86stock.htm
http://64 .246.48.78/~a4ag3/
http://www.fensport.co.u k/

Allavega just my 2 cents