Ég var að spá í einu, varðandi rýrnun á bílum. Ég held að t.d. Porche sé ekkert “þessi” bíll sem rýrnar í verða eins hægt og margir tala um. Ef maður ætlar að komast fram hjá rýrnuninni þá þarf maður að fjárfesta í Carrera bílnum og þá er maður kominn upp í svimandi upphæðir.
Tökum t.d. “gömlu” 944 bílana, þeir eru engin undantekning hvað mikla rýrnun varðar, þeir hrundu í verði. Ég persónulega held að Boxterarnir séu á sömu leið. Í dag er hægt að flytja ´97 boxter frá Þýskalandi á rétt um 3 m.kr.
Einnig eru það líka aðrar tegundir bíla eins og Audi með TT bílinn, ég held að það sé bara týskubóla eins og FM95.7 Alfa Romeo bílar. Bensarnir eru held ég eina sem virkar, SL bílarnir lækka bara ekkert í verði og SLK með hardtoppinn svínvirka og ég held að þeir séu einu bílarnir sem eru hæfir þessum ömurlegu aðstæðum sem eru hérna á Íslandi. Allar þessar fjandans hraðahindranir og skítaveður!! SLK bílarnir eru reyndar ekkert “ofurfallegir” nema maður setji undir þá kit sem kostar 700 þús. upp í milljón. Úff þá verða þeir nokkuð fallegir.
Það er í raun ekkert mikið úrval á góðum háklassa sportbílum, reyndar held ég að hópurinn sem kaupir þessa bíla sé að stækka þessa dagana og ég vona að fleiri taki upp á því að fjárfesta í þessum bílum. Ekki bara þessa prumpulegu LandCruiser druslum :)