Bíllin minn…


Jæja þá styttist í að bíllinn minn sé að koma úr sprautun. Og þá vonandi fljótlega á götuna ef maður á pening fyrir því að láta skipta um pakkningar í vélinni.

Ég sá að nokkrir hér hafa skrifað greinar um bílanna sína og alla söguna um þá ef þeir hafa verið að breyta bílunum eitthvað eða gera þá upp. Þannig mér datt í hug að skrifa eitthvað um bílinn minn sem hefur gengið hálfbrösulega að koma á götuna, því ég hafði eekkert annað gáfulegt að gera:)


Þegar var ca. hálft ár í bílprófið hjá var byrjað að leita að bíl til að kaupa. Ég reyndi að leita að bíl sem ég gat fengið ódýrt en þyrfti að leggja einhverja vinnu í og hafa bílinn svo tilbúinn þegar ég myndi fara og sækja skírteinið kl00 á afmælisdaginn minn. Fyrsti bíllinn sem ég var að spá í var Nissan 90 minnir mig að hann heiti, gulur á litinn með skemmt frambretti. Ágætis ,,project” til að vinna í. En svo hætti ég strax við hann þegar ég frétti af ‘78árg af 924CarreraGT bíl sem var til sölu. Ég var auðvitað heitari fyrir Porscheinum en Nissaninum, því það hafa verið margir Porsche bílar í fjölskyldunni í gegnum árin. Gallinn við þann bíl var að hann var görsamlega í pörtum og töluverð vinna við að setja hann allann saman og koma honum á götuna á 6mánuðum. (Reyndar er annar hugari sem á bílinn núna). Rúmlega viku eftir að ég skoðaði 924 bílinn frétti ég af 944 sem stóð á nesveginum útá nesi. Ég náði að grafa upp eigandann af bílnum og komst að því að bíllinn var ekki til sölu en sagði gaurnum að láta mig nú vita ef hann myndi ákveða að selja bílinn.
Bíllinn hafði farið mjög illa að aftan eftir að var keyrt aftan á hann, reyndar var hann líka tjónaður að framan. Sennilega hafði einhver keyrt inn í frambrettið á honum og inn að innra frambretti. Pabbi hafði skoðað bílinn fyrir mig og fundið þetta út. Allar viðgerðirnar á bílnum voru algjör horror!! Afturgaflinn á bílum var allur í öldum ef maður hörfði eftir hliðinni á honum, sparsl var sprungið upp í afturbrettunum báðum og sparsl sprungið upp af ryði á afturgaflinum. En Porsche er galvaniseraður þannig þeir eiga ekki að ryðga, þannig það var eitthva furðulgt við þetta… Svo virkaði ekki vökvastýrið og rafmagnsrúðurnar voru óvirkar. En við héldum að þetta myndi hafast fyrir bílprófið.
Eigandi bílsins hringdi svo aftur í mig seinna og var búinn að ákveða að selja bílinn vegna peningaleysis. Hann vildi samt ekki fara niður fyrir 500þús en það var fullmikið fyrir ástandið á bílum. Eftir MIKIÐ prútt fékk ég bílinn fyrir 175þús kall!
Ég og pabbi sóttum bílinn og settum hann á kerru því hann var ekki full ökuhæfur vegna tjóns á frambretti sem lét svuntuna undir stuðaranum skrapast við götuna.
Það var mikið puð að koma bílnum vestur til Ísajarðar á þessari lági kerru vegna mikillar ófærðar og hálku, vorum næstum búnir að missa bílinn fram af ansi háum kletti!

Þegar ég kom með bílinn til Ísajarðar var svuntan strax teki af bílnum og byrjað að leika sér aðeins áður en bíllinn fór inn í skúr:) (djöfull var hann skemmtilegur í snjónum og hálkunni).

Þegar bíllinn var kominn inn í skúr var hafist handa með slípirokk og allt sparsl tætt í burtu af brettunum og afturendanum. Brettin voru svo sandblásin og aftuendinn tekinn af eins og hann lagði sig. Ég pantaði strax nýjann afturenda því ég vildi ekki hafa beyglaðann og ljótann afturendann undir öllu sparslinu utan á honum. Þegar afturendinn var að fara af sá maður að bíllinn hafði farið svo illa í aftanákeyrslunni að sá sem gerði við hann hafði tekið afturhorn af öðrum tjónabíl og sett á bílinn minn, þannig allt afturhornið á bílnum var af öðrum bíl, og ekki einusinni af sömu tegund af bíl heldur 924 sem er ekki galvaniseraður og auðvitað allt ryðgað og ógeðslegt. Suðurnar voru ekkert slípaðar niður þar sem stykkin voru soðin saman og sá sem gerði þetta bara klínt nógu miklu boddýkítti yfir suðurnar og sprautað yfir. Og auðvitað var það allt ryðgað. Ég slípaði niður allar suðurnar og sauð betur í samskeytin því á sumum stöðum voru göt! Svo var allt hornið sem var af 924 sandblásið og húðað með zinki aftur eins og bíllinn sjálfur er.
Þegar ég var að vinna í afturendanum sá ég fljótt hrialega skekkju í bílnum. Við nákvæma mælingu á verkstæði kom í ljós að vinstri grindarbitinn sem er undir botninum í skottinu og sem aftasti þvergrindarbitinn festist við var 3cm lægri en grindarbitinn sem var hægra megin. Þetta þykir mikil skekkja! En það fynndna við þetta var að þetta hafði engin áhrif á aksturseiginlekanna því skekkjan eða beyglan í grindinni var fyrir aftan afturöxulinn. Ég sá það svo fljótt að það væri betra að skipta um neðri afturgaflinn því hann var allur beyglaður með botnplötunni í skottinu. Ég pantaði líka grindina sem festir saman efri hlutann af afturbrettunum og efri afturgaflinn. Þessi 3stk kostuðu 150þús kall m. 15% afslætti. Svo var ráðist í mestu vinnuna við afturndann sem var að rétta allann grindarbitann og botninn í skottinu. Til þess þurfti að rífa allt undan skottinu, fyrst gírkassa og svo bensíntankinn. Áður en allt var hitað fyrir réttinguna þurfti ég að eyða mörgum klukkutímum undir bílnum í að rífa allt kíttið undan bílnum, allt boddýið á bílnum er galvaniserað, grunnað og sprautað og botninn er svo sprautaður með nokkuð þykku lagi af boddýkítti og svo grjótvörn yfir það. Þegar það var farið var bíllinn tjakkaður til og svo bara til að pjattast með þetta var allt svæðið undir bílum sem hafði verið beygalð glóhitað og hver einasta smáhola tekin úr. Ég fór svo með bílinn á verkstæði þar sem hlutirnir voru punktsoðnir á. 70Þúsund kall fyrir það, sem var helvítis okur! Ég sandblés hvern einasta suðupunkt til að losna við blámann sem kemur við hitamyndunina og sandblés líka allt svæðið sem var hitað undir bílnum því það er hætt við því að zinkhúðin fari af. Það sem ég sandblés húðaði ég allt með zinki aftur, grunnaði og sprautaði ég með lakki og glæru yfir og svo þar ofaná boddýkítti og grjótvörn yfir.
Bensíntankinn slípaði ég allan upp ,zinkhúðaði og sprautaði með ryðvörn og grjótvörn yfir. Hann fór svo aftur upp undir skottið og gírkassinn fór líka í, hann var nýlega upptekinn þegar ég keypti bílinn.

Það næsta sem ég réðst á var sílsakittið sem var á bílnum en það var bæði ljótt, alltof breitt fyrir bílinn, það var eins og vængir, og svo var það illa farið. Það fauk af og beint á haugana. Eins og flest annað sem var búið að setja á bílinn voru festingarnar söðnar fastar í sílsanna. Ég slípaði festingarnar í burtu og sauð í götin og auðvitað sandblés og gekk frá því eins og öllu á afturendanum.

Tjónið sem var að framan var heldur verra en við héldum eins og allt annað. Pabbi á 924 sem er að verða að 944(með Gemballa spoilerkitti) og ég gat notað þann bíl til viðmiðunar, sá bíll er laus við allar skekkjur. Ég tætti allt sparsl úr innra brettinu því það var illa sparslað og líka var það sprautað í öðrum rauðum lit. Brettið rétti ég betur en það var og svo var hann tjakkaður til í annað skiptið en núna að framan. Hann var 2,5cm of mjór að framan, mælt á milli demparafestinga. Ég strauk svo sparsli yfir brettið því ég náði því auðvitað ekki 100%sléttu með hamri og réttingarklossa. Það var svo pússað niður og ég sprautaði allt brettið sjálfur og alveg niður undir trjónuna sem er á milli framljósanna. Ljósið fór svo aftur í rúðupisstankurinn. Rúðupisstankurinn er svo vel sniðinn á milli brettisins og ljóssins að það var ekki pláss fyrir hann heldur var búið að mixa rúðupisstank við hliðia á rafgeyminum og sá rúðupisstankur var úr ’87 sunny! Sennilega fenginn á partasölu.

Þegar þetta var nú búið ca. hálfu ári á eftir áætlun ætlaði ég sjálfur að klára að vinna boddýið niður fyrir sprautun. Aðallega til að reyna að spara einhvern pening og var búinn að fá mann frá sprautuverkstæði til að leiðbeina mér.

Svo eins og sennilega margir hugarar vita sá ég þetta flotta stýri í tómstundahúsinu sem passaði vél við innréttinguna í bílnum. Ég keypti það og panntaði hub, sem er festingin, og fékk hub sem passaði í bílinn. Ég setti stýrið í í byrjun deseber síðasta en gerði svo ekkert meira í bílnum því prófin voru að byrja í skólanum. Eftir prófin fór ég strax suður og var í rvk yfir jólin og kom heim 6jan. Bíllinn stóð yfirgefinn við hliðina á '89árg af 928S4, ek 35750km frá upphafi. Fyrsta daginn sem ég byrjaði að vinna í bílnum aftur eftir jólin setti ég bílinn upp á búkka að framan því ég var að fara smyrja ryðvörn inn í brettið sem ég var að gera við fyrir jól. Ég lagðist á legubretti undir bílinn og tók utan um annað framdekkið til að snúa því til að komast betur að. Eftir ca. 1mín heyrðist mjög einkennilegt hljóð, eins og lágt en þungt hundsgelt. Þetta var furðulegt hljóð og sem betur fer fór ég undan bílnum til að athuga hvort einhver hundur væri fyrir utan. Þegar ég lyfti hausnum undan brettinu var bíllinn fullur af reyk og eldlogar langleiðina upp í loftið á bílnum!! Fyrir þvílíka tilviljun hafð pabbi verið nýbúinn að hirða eitthvað gamalt slökkvitæki sem hann ætlaði að nota sem loftkút og hann hafði bara hent því inn fyrir dyrnar á bílskúrnum. Ég mundi strax eftir því og spratt svoleiðis á lappir og hljóp og sótti slökkvitækið, ef ég hefði verið að keppa í 100m hlaupi og á þessum hraða sem ég hljóp á til að sækja slökkvitækið þá hefði ég örugglega sett nýtt heimsmet! Og sem betur fer virkaði gamla slökkvitækið! Ég slökkti eldinn á meðan púlsinn í mér hefur örugglega verið á 400slögum og ég var ekki að trúa að þetta væri að gerast. Ég fattaði strax að þetta var útaf rafmagi og tók pólanna strax af, þegar ég var að fara aftur að líta inn í bílinn sá ég að það logaði enn á bak við mælaborðið og fleygði mér inn í bíl og stakk tækinu undir mælaborðið.
Mest allur dagurinn fór í að jafna mig á þessu. En svo byrjaði bara vinnan við að rífa alla innréttingu úr bílnum. Mælaborðið var ónýtt, mælarnir, allir rofarnir undir stýrinu, teppið í gólfinu, sólskiggnið fyrir ofan bráðnaði við hitann og rafkerfið auðvitað í steik.
Ég varð að redda nýjum hlutum og fékk mestallt úr bílnum sem pabbi á. Mælabrðið er úr þeim bíl, mælar og rafkerfið. Rafkerfið sem ég fékk var úr 924. Þau eru ekki alveg þau sömu í 924 og 944 en ég gat notað hlutanna úr 924rafkefinu í staðinn fyrir það sem sviðnaði og skemmdist hjá mér. Og trúið mér ég gerði það veeeel og örugglega því ég ætlaði ekki að lenda á svona aftur. Það tók marga daga að setja kerfið saman og yfirfara það.
Eina skýringin sem var hægt að finna út vegna íkveikjunnar var að stefnuljósarofinn sem er á bak við stýrið og utan um stýrisöxulinn hefði eitthvað bilað og eitthvað slegið saman í honum þegar ég sneri hjólinu.
Ég lagaði þetta allt og pantaði nýja festingu fyrir stýrið því gamla festinginn brann og varð mest öll klessa í teppinu í gólfinu. Nýja festingin kom loksins og í fór stýrið aftur.
Þegar ég var að setja pólanna á var ég auðvitað mjög stressaður eftir brunann. En allt virtist vera í lagi og allt virkaði.
Svo kom að því að færa bílinn því nú ætlaði ég að fara vinna í boddýinu og þurfti meira pláss. Ég stóðst ekki mátið og keyrði bílnum út og keyrði honum svoldið í kringum húsið. Eftir ca. 1,5km stoppaði ég bílinn vegna einhverja óhljóða í stýrisdælunni, drap á og labbaði út. Svo opnaði ég húddið til að athuga með glussann á stýrisdælunni, hann var mjög lítill þannig ég ætlaði að fara bar beint aftur inn í skúr. Ég smellti húddinu niður og sá reykjarmökkinn upp úr mælaborðinu!! Ég rauk inn í bílinn og greip slökkvitækið en það ver enginn eldur enn þannig ég rauk aftur frammí húdd og tók pólanna af. Ég slapp við að það kviknaði í en nokkrir vírar höfðu sviðnað illa.

Aftur fór bílinn inn í skúr og mælaborðið úr til að finna út hver fjandinn væri að gerast. Ég var hættur að þora setjast inn í bílinn.
Svo eitt kvöldið hringdi pabbi í mig og fann orsökin. Það var festingin á nýja stýrinu mínu! Pinninn sem gengur niður úr festingunni og er til til að slá af stefnuljósinu eftir beygju var 6mm of langur og var úr járni, á original stýrinu var pinninn úr plasti. Það hittir þannig á að þegar að stýrið var í ákveðinni stöðu þvingaði pinninn saman tvo víra í stefnuljósarofanum, annar jörð og hinn beint frá rafgeymi og þetta er eini vírinn í öllum bílnum sem fer ekki í gegnum öryggjatöfluna. Og þessi vír fær aðeins straum þegar svissað er af bílnum.

Þetta var auðvitað hrikalegur léttir að vita þetta! Þetta hefur verið mikið vesen en nú er bílinni að fara koma úr sprautun fljótlega og fer þaðan á verkstæði þar sem verður skipt um pakkningar í mótornum, því bíllinn er að verða 19ára og allar pakkningar eru original og er farið að smita á nokkrum stöðum. Í leiðinni verðir skipt um festingu fyrir stýrisdælu sem brotnaði þegar bíllinn var á vörubílspallinum á leiðinni suður, einn spítuplankinn sem var til að skorða bílinn fastann færðist til og fór undir dæluna og þar sem bíllinn fjaðraði niður brotnaði dælan af. Bara nýja festingin kostaði 39þúsund!!! Og pakkningasettið 35þúsund þannig það er spurning hvort maður eigi efni á að láta skipta um þetta til að koma bílnum á götuna.



Nú erum við feðgar að vinna í skaðabótamáli til IZOTTA sem framleiðir stýrið því verðið á hltunum sem ég þurfti nýtt vegna brunans er vel yfir 400þúsund. Þó ég hafð fengið þetta úr hinum bílnum þá þarf að kaupa nýja hluti í hinn bílinn þegar hann verður kláraður.


…. ef þið nennið að lesa þetta allt þá skyljið þið vonandi hvers vegna þetta hefur tekið svona langann tíma:)

kv. FLAT6
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96