VW GOLF VERKEFNIÐ MITT VW GOLF VERKEFNIÐ MITT

Ég hef lengi átt mér þann draum að búa til flottan bíl og hef loksins byrjað að reyna láta þennan draum rætast. Ég keypti mér gamlan VW Golf 1600 ´87 árgerð sem var algjörlega í hakki og er núna að taka hann í gegn. Ég er búinn að setja upp vefsíðu þar sem ég kem til með að veita upplýsingar um hvað ég er að gera að hverju sinni. Ég er ekki menntaður sem bifvélavirki eða neitt slíkt og hef aldrei starfað við slíka hluti, og því er ég að gera þetta hálfpartin blindandi. Áður en ég tekst á við eitthvað verkefni varðandi bílinn reyni ég alltaf að lesa mig til um það eins mikið og ég get, til að forðast klúður. Ég var líka að vonast til þess að með því að sitja upp vefsíðu þá gæti ég kannski fengið hjálp, skoðanir og ábendingar frá ykkur. Ég kem til með að setja upp “comments” svæði á síðunni seinna meir en hef ekki haft tíma til þess ennþá, en endilega deilið ykkar skoðunum hér á huga.is þangað til, eða sendið mér e-mail. Slóð síðunar er http://www.mmedia.is/~haukur7/

Eftirfarandi er listi yfir breytingar á bílnum sem ég stefni að:

Vélinn:
* 1800 16v Gti vél, orginal 138 hestöfl
* Piper knastásar
* Portað hedd
* Flækjur
* 2,5 tommu opið púst
* kraftsíu
* tölvukubb
o.f.l. (Er að vonast til að ná honum yfir 170 hestöflinn)

Bodý:
* Bodykit (hef ekki séð neitt flott á hann ennþá)
* Fjarlægja rúðuþurrku af skotti og slétta það alveg.
* Víðari brettakantar
* Fjarðlægja hurðarhúna
* Sprautan bláan
* dökkar rúður
* Feitar felgur

Innréttingar:
* Fjarlægja aftursætinn
* Körfustólar
* 4-5 punkta belti
* Sportstýri
* RPM mæli
o.f.l.

Endilega komið með skoðanir á þetta verkefni mitt hvort svo sem þær eru góðar eða slæmar. Ef þið sjáið eitthvað sem ég er að gera sem er bandvitlaust endilega látið mig vita. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir um hvernig ég gæti bætt þetta þá væri gaman að fá að heyra þær.