Blessuð nagladekkin
Mikið ofboðslega er ég orðinn þreyttur á þessari áráttu mikils meirihluta fólks, að þurfa að troða nagladekkjum undir bílinn hjá sér um leið og það má og helst fyrr, þó að aðstæður krefjist þess ekki.
Má ég benda fólki á það að í Reykjavík myndast nær aldrei þær aðstæður að nagladekk gætu gert eitthvað gagn, og þegar þær gera það er undir eins búið að moka þeim í burtu eða salta þær.
Ef fólk endilega vill einhverskonar falsöryggi er hægt að benda fólki á loftbóluhjólbarða sem ku gera sama “gagn” og negldu barðarnir og ég hef einnig heyrt að þau virki við fleiri aðstæður.
Það má svo velta því fyrir sér hvort að það sé ekki bara verra en ella að hafa þetta undir bílunum. Margir hafa bent á það að þetta gefi falsa öryggiskennd. Sem þýðir það að sumt fólk lítur þannig á það að nú sé það komið með nagladekk og geti keyrt nákvæmlega eins og það væri á þurru malbiki.
Ég bý sjálfur úti á landi og hef síðustu tvo vetur ekið um á mínum Chevy Camaro á heilsársdekkjum og ekki lent í vandræðum. Leyndarmálið er einfalt. Maður keyrir hægar. (svo er sandpoki í skottið góður kostur í afturhjóladrifsbíla)
þið reynið að afsaka það ef þessi grein er frekar fljótfærnisleg:)
Saxinn