Mazda 323 turbo kom út í nokkrum útgáfum, ef ég man rétt var það fyrst 1,6l bíllinn sem kom fyrst og var hann framhjóladrifinn. Næsta útgáfa sem nánast ekkert er til af var sami bíll bara með fjórhjóladrifi.
Svo var það ’91 minnir mig þegar bíllinn kom með 1,8l vél og sama fjórhjóladrifi og var í gamla bílnum. Það drif er læst að aftan með LSD en bara venjulegt drif að framan. Síðan til að gera bílinn skemmtilegri er hann búinn Viscus kúplingu sem gerir hann mjúkan þrátt fyrir fjórhjóldrifið og læsinguna.
Núna víkjum við til persónulegri hluta eða hvernig bíllinn minn er/verður.
Mín útgáfa er 1.8L 4WD útgáfan og er helvíti skemmtileg. Boostið á bílnum er rétt aðeins í 0.7 bör sem er c.a. 12 Pund. Núna á allra næstu dögum verður sett ferðatölva, skjár og stillanlegur tölvukubbur í bílinn og í kjölfarið ætla ég að hækka boostið í 1 bar eða 14/15 pund. Stilla verður Air/fuel blönduna í samræmi við kraft en ekki í samræmi við mengun. Skipt verður um intercooler, eða þar að segja verður hann stækkaður töluvert og settur fremst svo að sem mest kæling verði. Einnig er á dagskrá ýmislegt dýrara sem ekki verður gert fyrr en í vetur. Það sem hæst ber þar er stack, mælaborðstölva, sem er SNILLD. Losna við alla þessa ljótu mæla úr glugganum og allt verðu bara bak við stýrið og gömlu “dash bord” mælarnir tekið.
Hvað loftflæði varðar þá er búið stækka pústið upp í 2,5” og er það alveg opið alla leið nema smá hljóðkútur aftast svo að það komi ekki eitthvað helvítis prumpuhljóð eins og úr plebba civic. :D
“Kraftsía” eða loftsíusvepp eins og ég vill kalla þetta því þetta er auðvita ekki kraft neitt.
Það fer svo eftir því hvort að piggy-back tölvan sem ég er að fara að panta mér ræður við í boost hækkun hvort ég fæ mér manual boost controler eða ekki.
Ég er ekki maður sem er mikið fyrir útlitsbreytingar og því er bíllinn svo til orginal að utan. Það eina sem ég veit að er breytt eru gul ljós að framan og 17” felgur sem ég er að hugsa um að minnka um 1” og ef svo er megið þið bjóða í mínar 17”. :D
En núna er ég búinn að fá leið á að skrifa í bili um minn ástkæra bíl og ætla að fara að hugsa frekar um það hvernig gengur að skipta um drif, en það brotnaði í einni spyrnunni. :D
Skal svara því sem þið viljið vita meira um bílinn ef þið viljið. En eitthvað af tune hugsunum mínum eru í fyrri grein, turbo tuning.
Kv. Ívar.