Ég keyrði nýlega Impreza Turbo 2000. Vægast sagt leist mér vel á! Stíf fjöðrun en boddý sem gat tekið við. Viðbragð sem mynnti á Star Trek geimskip að hoppa yfir á warp-speed!
Þegar ég labbaði frá 'prezuni hugsaði ég að þetta væri einn besti bíll sem ég hefði prófað. EN mig langaði samt ekki til að eiga hann! Ég hef bara annan smekk, þetta er snilldar bifreið en ég vill öðruvísi bíl.
Þá fór ég að hugsa um hvernig bíll myndi fullnægja mínum kröfum án þess að ég myndi verða milljóner… Þá meina ég mig, ekki ykkur!
Ég komst að því að annaðhvot vildi ég eiga GÓÐAN hot-hatch eða einhverskonar exotic/ofurbíl. Ekkert þar á milli myndi vera ásættanlegt.
Hér er listi yfir bíla sem mér dettur í hug að “meðal”-maður gæti eignast og rekið á klakanum:
Þetta er í engri sérstakri röð!!!
#1 Porsche Boxster
#2 Honda NSX
#3 Porsche 911 (margar gerðir gætu passað hér inn!)
#4 Lotus Esprit Turbo
#5 Mazda RX-7
#5 Porsche 944
#6 Porsche 968 Club Sport
#7 TVR (Hvaða gerð sem er en það er ekkert umboð til að hjálpa!)
#8 Lotus Elan (upprunaleg gerð með afturdrifi!)
#9 Caterham Super 7 (hvaða gerð sem er!)
#10 Lotus Elise
Þetta er bara stuttur listi og ég vona að þið látið hugmyndir ykkar í ljós! Hvaða bíll er draumabíll sem maður getur gert sér vonir um að eiga? Minn er a.m.k. Porsche Boxster S/Porsche 911 3.0 CS. Það er enginn Ferrari á listanum (me wants!) af því að ég held að rekstrarkostnaður myndi gera það útilokað. Bjartsýnn maður er maður sem heldur að hann eigi rétt svo fyrir því að eiga Ferrari!
Ég vona að þið komið mér á óvart með góðum bílum sem ég gleymdi. T.d. væri einhver af betri útgáfum af Chevy Corvette verðugur keppinautur…