Í sumar dó gamli bíllinn minn, og ég sem er fátækur námsmaður á heimavist hef ekki efni á 200-300 þúsund kr bíl, en þarf samt að komast heim um helgar.
Þannig að ég ákvað að leita mér að ódýrri druslu, eftir að hafa skannað öll dagblöð og internetið fann ég bíl um miðjan júlí. Þessi eðalvagn er 18 ára gömul Toyota corolla 1300 DX ekin 120þús KM, ég borgaði fyrir hana 20.000. hún hefur verið viðhaldslaus þessa 5.000KM sem ég hef keyrt hana og hún rauk í gegnum skoðun.
En það er oft sem manni langar að skipta út hlutum sem orðnir eru lélegir, mig langaði í annað mælaborð, bretti, alternator ofl smotterí.
Ég hélt að þetta yrði auðvelt að fá en svo var nú aldeilis ekki, þessi Jamil við Rauðavatn átti nánast ekkert í þessa bíla, búinn að henda öllu sagði einhver sem svaraði í símann þarna, átti ekki einusinni bretti!!
Ég endaði með að detta inná ókeypis varahlutabíl, sem ég sé mikinn kost við það að eiga gamlan bíl, og mér finnst persónulega miklu skemmtilegra að keyra á gömlum bíl með karakter þótt hann sé algjör drusla heldur en nýjum bíl. Þetta er mín skoðun, þess vegna hneykslar mig að bílapartasalar skuli vera búnir að henda þessum bílum því þeir eru ennþá áberandi í umferðinni.
Takk takk Óli Þó