Turbo tuning

Sælir allir hugarar.

Núna stend ég frami fyrir því að bíllinn minn er búinn að vera á verkstæði í mánuð, en það er nú ekki málið.
Málið er að á meðan hef ég haft tíma til að hugsa um tuningar og safna pening.
Núna er svo bara komið að því að finna það sem hentar mér best og í leiðinni ætla ég að fjalla bara almennt um það litla sem ég veit um turbo tuningar.

Tölvukubbur:
Tölvukubbar gera miklu meira gagn fyrir turbo bíla heldur en venjulega bensínvélar. Ég er að sjá tölur frá 30-120 hö með kubbi frá superchips. Aftur á móti er ég ekki viss um endinguna og gaman væri að fá álit fagmanns sem gæti sagt hver endingaráhrif væru á vélina. Kubbur í turbo bíl kostar frá svona 60 þús og er það langalgengasta verðið. Það er án ísetningar.

Intercooler:

Flestri turbo bílar núna í dag eru búnir intercooler standard. Þá er bara spurning um stærð og staðsetningu. T.d. í mínu tilfelli er hún skelfileg. Þarf að færa hann og stækka hann. Þá kemur kaldara og rúmmálsminna loft inná vélina.

Twin turbo:
Þetta er kostur sem ég hef verið mikið að velta fyrir mér, og langar mikið að gera. Það var aftur á móti bara núna um daginn sem ég heyrði frá aukahlutum.com að þeir væru með electroniska forþjöppu sem væri að blása 1-2 pund þegar pinninn væri stiginn í botn en væri hlutlaus annars. Þetta gæti gert bílinn örlítið snarpari og eitthvað kraftmeiri.
Eftir sem áður væri fínt að vera með tvær afgas túrbínur, eina low pressure og aðra stærri.

Boost controler:
Nú síðan er alveg þjóðráð að fá sér boost controler. En til þess að það sé gáfulegt er alveg skilda að vera með boost mæli til að fara ekki frammúr sjálfum sér í hestaflagræðgi.
Það eru til í grunninn tvennskonar controlerar, annar sem er bara snerill eins og að skrúfa frá heitu vatni og svo tölvustýrður. Ég er hrifnari af þeim síðarnefnda, enda líka dýrari.
Þá eru til hinar ýmsu útfærslur af þessum tölvum og ætla ég að fá mér eina með þrem mismunandi stillingum. Lágur þrýstingur, sem notaður er við daglegan akstur, meðal þrýstingur þegar maður ætlar að leika sér og að lokum hár þrýstingur sem notaður er þegar maður virkilega að svekkja einhvern.

MSD kveikja:
Nú er ég ekki alveg nógu fróður um það hvernig er hægt að útskýra nákvæmlega hvernig þetta virkar en það sem ég veit er að neistinn verður stærri og þá er hægt að setja inn meira bensín til að fá meiri bruna.

Stærri bensíndæla:
Eftir allar þessar breytingar þarf oftast að auka bensínflæðið til að koma til móts við aukna bensínnotkun á hásnúningi.

Betra drif:
Þetta er eitthvað sem ég þarf virkilega að athuga. Enn sem komið er hef ég bara fundið góðan kassa strate cut kassa sem kostar með öllu 7500 evrur. DÝRT…

Bættar bremsur:
Oftast þarf maður að bæta bremsunina þegar maður er komin með þennan ógurlega kraft og hef ég lent í því að bremsurnar virka ekki sem skildi á 190 og það er ekki gaman.


Endilega bætið þennan lista og leiðréttið ef þörf er á.

Kv.
Íva