Það mikilvægasta við að tjúna bíla (ekki bara túrbó bíla) er að vita hvað maður er að gera. Það er því nauðsynlegt að kynna sér vel hvað á að gera, hvernig það virkar og hvaða aðrar breitingar þarf að gera til að hin virki. Sem dæmi, þá er mjög algengt að menn hækki boostið á túrbóbílum án þess að ganga úr skugga um að innspítingin og/eða bensíndælan dugi með þessum aukna þrýsting. Þetta bíður heim hættu á banki og í versta falli ónýtri vél. Því mæli ég með að þú kynnir þér vel hvaða breytingar menn hafa verið að gera á þessum bílum, og hvernig þær hafi reynst áður en þú byrjar.
Ég er sjálfur að tjúna SAAB túrbó og hef sparað mér heilmikil vandræði með því að lesa performance
spjallið á Saabnet.com, og hvort sem þú átt SAAB eða ekki gætir þú grætt helling á að lesa þetta (það er hægt að skoða þetta nokkur ár aftur í tímann).
Ég keypti mér einnig
þessa og
þessa bók og las þær spjaldanna á milli. Þetta kenndi mér einnig heilmikið og get ég hiklaust mælt með þeim báðum.
En svo ég snúi mér nú að því sem þú spurðir upprunalega um, aflaukningar hugmyndum :)
1. Stærra púst. Besta pústið fyrir túrbó bíla (sem og aðra bíla, ef frá eru taldar pústgreinarnar) er ekkert púst. En þar sem það er varla mögulegt er um að gera að finna einhvern milli veg og skella undir hann eins stóru pústi og þú getur (passa bara að hann verði ekki háværari en svo að hann komist í gegnum skoðun). Kerfið ætti að sjálfsögðu einnig að vera með svo kölluðum opnum hljóðkútum, þ.e. hljóðkútum sem afgasið fer beint í gegnum, ekki kúta þar sem það þarf að fara fram og til baka.
Víðara pústkerfi hefur þau áhrif að túrbínan á auðveldara með að komast upp á snúning og því verður túrbolag-ið minna en áður (gefur einnig möguleika á að setja á stærri túrbínu án þess að fá meira lag en upphaflega). Þetta er töluvert mikilvæg breyting og skilar miklu fyrir tiltölulega lítinn pening.
2. Opna loftinntakið inn að túrbínunni. Stærri loftsíu, og reyna að hafa rörin eins víð og þú getur (t.d. hægt að mixa þetta með niðurfalls rörum úr Byko eða Húsasmiðjunni (ekki setja plastið samt beint á bínuna því hún verður sjóðandi heit og mundi bræða það). Passaðu líka að eyðileggja ekki gamla kerfið, því þetta gerir bílinn töluvert mikið háværari, og þú gætir því viljað skipta aftur til baka ef hann verður of hávær. Reyndu líka að láta loftinntakið taka allt loftið inn utan við vélarrúmið, þannig færðu kaldara (og þéttara) loft=meiri kraft. Nærri því ókeypis breiting sem maður mixar sjálfur í skúrnum með límbandi og nokkrum rörbútum. Mjög mismunandi eftir bílum hversu mikinn kraft maður fær úr þessu, en þar sem þetta er svo ódýrt þá þarf þetta varla að auka aflið neitt til að borga sig samt:)
3. Loftflæðið frá túrbínunni inn á vélina og millikælirinn. Ég veit ekki hvernig bíl þú ert á þannig að ég hef þetta bara almennt. Intercoolerinn eða millikælirinn eins og hann heitir á íslensku skiptir mjög miklu máli. Hann kælir loftið niður og eykur þar með þéttni þess og kraftinn, en fyrst og fremst þá dregur hann úr hættu á vélabankinu hræðilega. Hann á sér einnig neikvæða hlið því hann er fyrirstaða í leið loftsins inn á vélina. Við val á intercooler er því mikilvægt að huga að þessum tveimur atriðum, kælingu og fyrirstöðu. Yfir leitt er það plássleysi undir húddinu sem er erfiðasti andstæðingurinn í þessu vali, en besti staðurinn fyrir kælinn er fremst á bílnum, t.d. framan við vatnskassan (þannig er ég að gera þetta hjá mér) en svoleiðis ísetning getur kostað töluvert vesen ég þurfti bæði að láta breita endatönkunum á mínum kæli sem og skera svolítið úr boddíinu. Einnig er mögulegt að kaupa vatnskælingu, en það er soldið meiri pakki og eitthvað sem þú verður að finna út sjálfur. Einfaldasta lausnin er samt sú að setja kæliviftu á kælinn. Hægt er að kaupa rafmagns kæliviftur í Bílanaust (kostar reyndar rúmlega 20 þúsund, en þær eru mjög nettar og virka gæðalegar á mig.) og mjög einfallt er að setja þær í.
4. Þegar allt þetta er komið er kominn tími á að fara að auka bústið, hér er það sem stærstu hestafla breytingarnar verða, og hér er einnig þörfin á mestu heimavinnunni. Fyrst er að komast að því hvað bílinn á að vera að boosta þegar hann kemur frá verksmiðjunni. Næst er að komast að því hvað hann raunverulega er að boosta. Ef eitthvað misræmi er þar á milli, þá er að finna vandamálið og lagfæra það þar til boostið er orðið rétt (hefði reyndar átt að taka það fram í upphafi að maður á ALDREI að byrja að tjúna vélar sem eru ekki í fullkomnu lagi, það kallar bara á vesen og óþarfa kostnað). Áður en svo farið er að auka boostið umfram það sem bíllin var í upphafi þarf að tryggja að hann muni fá nóg bensín með. Ræður tölvan við að lesa þetta aukna boost? Hvað geta innspýtispíssarnir dælt miklu? En bensíndælan? Hvað þolir vélin áður en það þarf að fara að styrkja hana?
Þetta eru allt spurningar sem þú verður að svara áður en þú byrjar að fikta í boostinu.
Varðandi þá hluti sem þú nefndir sjálfur þá get ég alveg sagt þér það strax að rafmagnstúrbína sem blæs einu til tveimur pundum er bara sóun á peningum. Þú ert nú þegar með túrbínu sem ætti að vera að blása allavega 6-8 pund (SAABinn minn er orginal um 12 pund ef ég man rétt), þannig að rafmagnstúrbínan væri orðin fyrirstaða í loftinntakinu um leið og þú værir kominn yfir eitt pund (sem sagt, nánast starx og stigið er á pinnan).
Tvær afgasþjöppur eru dýrar, og ef þú ert kominn í svo alvarlegar afl pælingar að þú viljir fá þér stærri túrbínu, þá ertu alveg tilbúinn að sætta þig við smá afltap á lágum snúning, því aukning þar fyrir ofan er svo mikil. Ég mæli með því að þú byrjir á að ná því sem þú getur út úr þeirri sem þú ert nú þegar með, áður er þú ferð í svona dýrar og stórar breytingar.
Boost mælir: já hann er alveg nauðsynlegur. Kostar líka sama og ekki neitt, færð hann með slöngum og T-i (til að skeyta inn í vacum slöngu) á u.þ.b. þúsund kall í Landvélum.
Betra drif: Ég veit ekki, mitt mottí er að nota það sem ég er með, þangað til ég brýt það. Þá er kominn tími á eitthvað sterkara :D
Bættar bremsur: Aldrei að keyra á 190 á þjóðvegum Íslands, ég þarf að deila þeim með þér og vil síður verða fyrir þér; auk þess sem þeir eru allir svo lélegir að þeir bera enganveginn þennan hraða. En aftur að bremsunum. Þær eru mun mikilvægir en nokkur hestaflaukning. Ef maður getur ekki stoppað þá ætti maður ekki að aka af stað til að byrja með. Um að gera að bæta þetta eins og þörf er á. Ef þú hefur fundið fyrir því að þær væru ekki að standa sig eins og þær ættu að gera, þá er full ástæða til að bæta þær eitthvað, þó það væri ekki nema betri (og dýrari, að sjálf sögðu:) bremsuklossar.
Stærri bensíndæla: Ekki nema það sé þörf á henni. Krest smá rannsóknavinnu af þinni hálfu.
Tölvukubbur: Mjög gott ef þú getur fengið svoleiðis, um að gera að athuga samt hvaða reynslu menn hafa af hinum mismunandi kubbum og ganga úr skugga um hvort það þurfi að gera einhverjar breytingar samhliða þeim.
Jæja, ætli svarið mitt sé ekki orðið lengar en greinin og því kominn tími til að setja punktinn. Vona að þetta komi að einhverju gagni.
Tyrone