Erum við kannski upp til hópa of miklir töffarar sem lögin eiga ekki við?

Mig langar endilega að gefa upp nokkur dæmi þegar mér blöskrar við hvernig sumir keyra í umferðinni nú til dags.

Umferðalög 14. gr.[Hluti]
Ökutæki, sem ekið er á eftir öðru ökutæki, skal vera svo langt frá því, að eigi sé hætta á árekstri, þótt ökutækið, sem er á undan, stöðvist eða dregið sé úr hraða þess. Utan þéttbýlis skal ökutæki, sem háð er sérstökum hraðareglum samkvæmt 38. gr., auk þess vera svo langt frá næsta ökutæki á undan, að þeir, sem fram úr aka, geti án hættu komist á milli þeirra.


Ég held að í kringum 10% af íslendingum viti/fari eftir þessu.
Því yfirleitt þegar ég er kominn 20 metra eða lengra þar sem hraðatakmörkin eru yfir 60 þá er ég kominn með einhvern alveg uppí rassgatinu á mér. Tala nú ekki um þegar maður er að reyna koma sér yfir á hægri akgrein , það er nú oft meira en lítið mál að komast á hana því enginn alvöru íslendingur myndi nokkru sinni láta sjá til sín hleypandi öðrum inná akreinina.


Framúrakstur.
20. gr. [Hlutar]
Aka skal vinstra megin fram úr ökutæki. Þó skal aka hægra megin fram úr ökutæki, ef ökumaður þess beygir til vinstri eða undirbýr greinilega vinstri beygju. Hjólreiðamaður má fara hægra megin fram úr öðrum ökutækjum en reiðhjólum.

23. gr. Í þéttri umferð ökutækja á tveimur eða fleiri akreinum í sömu akstursstefnu þar sem hraðinn ræðst af þeim, sem á undan fara, má aka hægra megin fram úr ökutæki á annarri akrein. Þegar þannig stendur á má ekki skipta um akrein, nema þess þurfi til að beygja á vegamótum, aka af akbraut, stöðva ökutæki eða leggja því.

Þetta í 23. gr. virðast íslendingar eiga einstaklega erfitt með að skilja.
Ég lenti einmitt í því í morgun að maður á Land Cruser jeppa sem hefur áreiðanlega verið á fertugsaldri og búinn með 2 lítra af kaffi í morgunmat kemur uppí rassgatið á mér þegar ég er á vinstri akrein(ég er að keyra á 90km hraða sem mér finnst ekkert að í 9 umferðinni). En þetta var greinilega ekki nógu hratt fyrir hann og hann heldur áfram að vera eins nálægt skottinu mínu og hann mögulega getur. Svo ég set stefnuljósið á og ætla skipta yfir á hægri akgrein svo hann geti nú botnað bílinn sinn í kringum einhvern annan heldur en mig.

En nei hann gat ekki beðið örfáar sekúntur og botnar bílinn sinn, sleppir því að setja stefnuljós á og þrusar yfir á hægri akreinina þegar ég var kominn 1/3 inná hana. Um leið og ég sé hann í speglinu þá hætti ég við og fer ég aftur á vinstri akrein. Á meðan ég er að því þá er hann kominn framúr mér og skiptir yfir á vinstri akgrein og heldur áfram á í kringum 120km hraða.

21. gr. Þegar ökumaður verður þess var, að ökumaður, sem á eftir kemur, ætlar að aka fram úr vinstra megin, skal hann vera með ökutæki sitt eins langt til hægri og unnt er. Má hann ekki auka hraðann eða torvelda framúraksturinn á annan hátt.

Eitt skipti á leið til keflavíkur með vini mínum þá sjáum við þennan glænýja BMW 320 ef ég man rétt. Bílinn er merktur með litilli B&L merkingu. Hann er að keyra hægar heldur en við svo vinur minn ákveður að gefa í og taka frammúr. Og hvað gerir sá á BMW 320 bílnum , hann ákveður að gefa allt í botn líka. Báðir bílarnir fara frá 90km/klst hraða uppí 150km/klst og þetta er um miðja nótt. Vinur minn ákveður að þetta sé ekki þess virði og hægir á sér og fer aftur fyrir aftan þennan BMW 320 bíl. Þá hægir hann aftur á sér niður í 90km/klst.
Eftir svona 5 mínótur ákveður félagi minn að prufa aftur og fer yfir á vinstri akreinina og viti menn hvað , 320 bílinn gefur allt aftur í og fer nokkur hundruð með frammúr okkur, hægir aftur á sér niður í 90km/klst og enn erum við fyrir aftan hann og erum það alla leiðina til keflavíkur.(þetta voru einhverjir 2 17 ára strákar).

Þetta eru náttúrulega nokkuð vond dæmi en að svona hlutir komi fyrir í umferðinni hjá fólki á öllum aldri finnst mér sína að það vanti að kynna umferðalögin fyrir fólki betur.

Ég ætla ekki að halda því fram að ég sé góður ökumaður. Ég efast um að ég sé betri heldur en meðal ökumaður. Ég á ekki einusinni bíl og keyri tilturlega lítið og hef aðeins 5 ára ökuferil að baki. En ég kann flest umferðalögin og er það ekki úr skóla heldur afþví ég las mér til um þau sjálfur til að vera fullviss um ýmsa hluti. Það sem ég hef tekið mjög sterkt eftir er að mjög margir sem ég þekki vita alls ekki neitt um umferðalögin. Jafnvel nýkomnir úr ökuskólanum þá vissi einn ekki að innri akreinin á hringtorgum ætti réttinn.

Ég er farinn að hallast að því að umferðafræðslan sé bara ekki að skila sér. Ef það er ekki hún þá hljóta íslendingar bara vera umferðarhálfvitar upp til hópa, sem ég gæti reyndar vel trúað því líka þar sem yfirleitt þegar íslendingar fara til útlanda hegða þeir sér mjög vel í umferðinni.