þetta er nú ekki alveg algjör rugl grein hjá Xman,, það eru nokkur atriði sem eru rétt hjá honum, meðal annars að gæðin hjá Porsche eru meiri en hjá Ferrari, og má þar þakka vélmennum sem setja saman bílana,, vissuð þið t.d. að Ferrari er með hæstu bilanatíðni allra bíla í heiminum og hefur haft þennan vafasama titil í mörg ár?
Porsche 959 kostaði ca 250.000$ þegar hann var framleiddur, sem er rétt rúmlega 20 milljónir íslenskra króna,, en í dag er áætlað að það fáist um 400.000$ fyrir bíl í góðu ástandi,, það eru um 33 millur,, eða sennilega um 60 millur hingað kominn,,það er það sem Xman átti við þegar hann sagði að við myndum sennilega aldrei eignast svona græju.. :)
hann er 450 hestöfl, með hámarkshraða upp á ca 290 km/klst. Það er rétt að aðeins um 200 bílar voru framleiddir, og þessir bílar voru framleiddir með keppnir í huga, Porsche sendi 3 stk 959 bíla í Paris Dakar rallýið,, og tóku þeir 1sta og annað sætið 1986 en einn náði ekki að klára.
959 bíllinn er í raun mikið breyttur 911 bíll,
Vona að þetta skýri eitthvað .,.,.,