Enginn vill neitt án þess að græða á því, pening eða skemmtun.
Til að fá tryggingarfélög eða aðra til að byggja keppnisbraut þá þarf að setja upp eitthvert plögg sem sýnir fram á að hægt sé að græða á þessu.
Þá er bara málið að einhverjir taki sig saman um að setja upp viðskiptaáætlun um keppnisbraut. Ég er alveg til í að leggja einhverjum lið í þessum efnum (sérstaklega eftir nýleg bílakaup mín) en ég get ekki staðið í þessu einn.
Þegar ég tala um viðskiptaáætlun um braut þá þarf að koma inn í það hvað er hægt að nota hana í og hvernig er hægt að græða á henni.
T.d. er hægt að hafa þetta braut með hringjakerfi en samt sem áður beinn kafli sem er ótengdur í annan endan en tengdur hringnum í hinn. Þannig er hægt að spyrna og racea í autoX.
Inn á þessa braut þarf svo að lokka inn ökukennslu til að hægt verði að nýta þessa braut frá morgni til kvölds. Selja þarf inn á brautina og þarf brautin með innsölu og auglýsingum að frádregnum kostnaði að borga upp brautina um 5-10% á hverju ári.
Hvar?
Þegar staðsetning er valin þarf að velja slétt land þannig að þegar einhver fer útaf skemmist ekki allt. Einnig þarf undirland að vera gott til þess að ódýrara sé að búa brautina til.
Kostnaður?
Áætlaður kostnaður við þá braut sem ég er með í huga, autox braut með möguleika á blautsvæði og spyrnubraut kostar um 300-500 miljónir, sem er stór tala og kostar ábyggilega um 3 millur á hverju ári í rekstur.
Miðað við þetta þarf innkoma af svona braut að vera 25 miljónir á hverju ári að minnstakosti, helst 35 millur.
Ef við miðum við 25 milljónkrónutöluna og fáum helming af henni greiddan í auglýsingum þá er eftir 13 millur sem þarf að rukka inn með hverju skipti. Ef við segjum að meðal maður sé tilbúinn í að borga 2000kr í hvert skipti sem hann fer á brautina þarf 6500 skipti einhver að borga sig inná á hverju ári. Ef að vel ætti að vera þyrftum við að sýna fram á að 4000 manns færu þangað 2 á hverju ári. Þetta er erfiði parturinn af dæminu.
Segju síðan sem svo að allt þetta sé klárt. Þá kemur allt annað vandamál og það er að fá yfirvöld til að samþykja þetta og að finna nógu stóran kall í viðskiptalífinu til að vera driffjöður í þessu máli, einskonar verndara verkefnisins.
Með von um undirtektir…
Íva