Í sumar kom á markaðinn nýjasti Diabloinn, Lamborghini Diabo 6.0, með klassísku V12 vélinni stækkaða upp í 6 lítra og upp í 550 hö og 4wd. Ég fór um daginn niður í umboð að skoða þessa bíla með frænda mínum, og þvílík tæki, myndirnar sem maður sér af þessum bílum segja bara hálfa söguna. Það er svo mikil orka streymandi frá þessum bílum að mann langar að hlaupa út í banka og grenja út 17 milljóna lán til að kaupann!! Ég var í vandræðum að einbeita mér að borða kvöldmatinn um kvöldið. Og það versta var að við fórum í Ferrari umboðið á eftir Lambo og þeir litu út eins og Mazda miðað vi Lamborghiniinn. Aftur að tölunum, þá kemmst hann upp í svona 327 - 335 kmh sem er meira en flestir þurfa en er gott til að metast við félagana og 3.9 sek upp í 100 kmh, og vegna þess að hann er 5 gíra og er gíraður svona hátt er annar gír nóg til að missa ökuleyfið.
Hellstu breytingarnar sem Audi hafa haft áhrif á eru ennþá til hins góða, innréttingarnar eru orðnar meistarastykki, sambland af pússuðu áli, koltrefjum og leðri á sætunum. Gömlu inréttingarnar voru svolítið illa gerðar og leiðinlegar.
Margir óttuðust að þegar Audi keyptu Lamborghini að þeir myndu láta hann “mýkjast” og verða meiri söluvöru, en þeir gerðu rétta hluti. Breyttu slæmu hlutunum og héldu þeim góðu. Ég eftir þessa stuttu ferð til Lambo umboðsins hefur gert mig að aðdáenda, ég ætla að fá mér Lamborghini þegar ég verð ríkur.
supergravity