Höfundur les ekki allt sem á þessum vef kemur en vill skrifa greinar annarslagið til að gera eitthvað
:)

Ég kíki á það sem þið eruð búnir að lesa og tek það saman og skrifa svar við mörgum greinum í einni ekki-endilega-skiljanlegri-langri-grein

Bensín og tilgangur að kaupa “betra”

Fyrir hvern og einn af okkur er betra ekki það sama

Stundum finnst mér að ég ætti að kaupa 98 því að bíllinn er með 10,8 í þjöppu og er svona þokkalega performance vél, en svo er ég minntur leiðinlega að það er smá bilað í vanosinu á henni og því sé ég ekki tilgang að vera að reyna gæða vélina einhverjum hæfileikum sem hún hvort eð er getur ekkert unnið rétt úr(ekki nóg loft eins og á að vera) þess vegna tek ég 95 á bílinn minn,

í V-power greininni voru alskonar skilgreiningar á bensíni og hvaðeina en það sem þið eruð að gleyma er að tölvan í bílnum er alltaf að safna upplýsingum um hvernig vélin er að standa sig, t.d þegar tölvan er endursett eftir að rafmagn hefur verið tekið af bílnum þá fer hún í original state eins og þegar bílinn var framleiddur, þetta þýðir að vélina byrjar að “tjúna” sig fyrir þær aðstæður sem hún er í núna, vélin flýtir ekki kveikjunni nema að því marki sem er í original state eða til að viðhalda mengunar stöðlum, þess vegna er enginn hestöfl að græða nema kveikjunni sé flýtt með kubb eða öðrum leiðum.

Einnig þá er það svoleiðis að í bílum með súrefniskynjara þá er það hann sem segir tölvunni hvað er í gagni með bensínið þegar það kemur út, ef það þarf minna bensín en áður þá kemur það samstundis í ljós, nokkra mínuta akstur, þetta geymir tölvan í sér og breytir ekki nema að þurfi, þ.e ef þær aðstæður koma upp að mixtúran er ekki lengur akkúrat eins og framleiðandinn hefur sett í tölvuna og í nýrri bílum þá fylgist tölvan með o2 skynjaranum alltaf líka í botni, og reynir að halda mengun niðri, þetta dregur verulega úr mögulegu afli, því að tölvan er að seinka og flýta kveikjunni og breyta bensíni til að menga ekki, og það er í raun málið með nýja bíla, þeir gera ekki neitt nema að reyna að menga ekki, skít með power og eyðslu það er mengun sem skiptir máli,

Í stríðinu við að halda niður eyðslu og mengun og upp með kraft þá er það alltaf kraftur sem fær að bíta í það súra hjá framleiðendum og það skilar sér til okkar,

Þess vegna er ekki mikið að græða af því að nota 99+ bensín,
nema kannski að mengun lækkar,

En aftur að því sem er best fyrir mig eða þig,

Best fyrir mig er að spara,
95 bensínið sem við erum með hérna er sama og það besta sem fæst í bandaríkjunum, uppá hreinsiefni og þvíumlíkt

Tuning Drivetain greinin :

Þetta hugtak að létta drivetrain er mjög vert að spá í þegar er verið að tjúna á annað borð, það meikar mikinn mun að gera þetta,
og það er hægt að fá flottan gang í bíl sem er með léttu þessu og léttu hinu, en það kostar að það þarf að balencera vélina aftur frá byrjun, eitthvað sem kostar bunch að gera,

Það er ókostur við að hafa léttari drivetrain : meira þarf að gefa í til að halda sama hraða, vegna þess að “hlutir sem eru á hreyfingu vilja halda áfram að vera á hreyfingu” og því þyngri sem þeir eru því minna þarf að hjálpa þeim við að halda hreyfingu því að þeir drífa sig sjálfir áfram. T.d er ég með 11kg flywheel sem er andskoti þungt, þetta notaði BMW til að halda ofur mjúkum lausagang og mjúkum akstri, þetta einnig hjálpar til við að halda bílnum á ferð þegar ég er að keyra og þarf ég því minna bensín til þess.

Að hafa mjög þungar felgur, dekk, drifskaft, öxla og svona væri ekki svo slæmt ef maður ætlar að keyra langferðir og keyra lögum samkvæmt, en þegar maður ætlar að fara að taka í á mílunni eða í auto-x eða race braut þá er þetta þunga dót bara fyrir,

Felgur í drivetrain : er betra að vera með “16 heldur en ”17 ??
Já myndu nú flestir segja, en það er ekki endilega satt, vegna þess að það fer líka eftir því hvernig felgan er byggð, því meira af álinu sem sittur utarlega á felgunni því ver, vegna þess getur “16 verið ver en ”17, auðvitað er það þyngdinn sem skiptir miklu máli lika en ekki svo mikið á ferð frekar þegar er verið að taka af stað

Höndling :

Smá um Porsche: Þetta er kúl bílar og allt það en þeir höndla ekki best það er alveg víst, að vera með vélina afturí er bæði veikleiki og styrkur,
Styrkur: góður af stað, afl í götuna, snarpari í beygjum

Veikleiki : þyngdar dreifingin er ekki nógu góð, í þröngum beygjum þá missa Porschar gripið að aftan vegna þess að allur aftur endinn er að ýta á dekkinn og það er mikið sem ýtir, í hröðum háhraða beygjum þá þarf mikið mikið grip í Porsche að aftan til að aftur endinn ýttist ekki til hliðar, þetta leiðir að því að gripið að aftan er orðið meira en að framam og vegna þess eru Porschar bæði undir og yfirstýrðir, þeir eru tricky væri best að orða það, en Porsce er búið að vera að tjúna þetta í tugi ára og eru þeir komnir með flott balance á milli þess að fara í undir og yfirstýringu,

Þegar er verið að tala um höndling þá verður að spyrja hverju er verið að leita að???

Geta driftað niður/upp allar götur án þess að eiga í vanda með að missa bílinn?

Að hafa bunch af gripi fyrir aftur dekkinn til að taka vel af stað??

Hafa mikið af gripi fyrir fram dekkinn svo að maður getir beygt betur í beygjum og keyrt í yfirstýringu??

Háhraða stöðuleika og svo framvegis

Það sem Ferrari og sú “deild” af framleiðendum reynir er að fá allt þetta og að virka á allan hátt,

Það sem er fyndið er að margir sport coupe bílar eru farnir að höndla betur en ofur sport bílar, vegna þess að stóru framleiðendurnir hafa meiri pening til að þróa og tíma, einnig fleiri módel til að prufa hannanir í

T.d ný Corvette original bíll nær 1G í 200m hring í þónokkurn tíma var það Supra sem náði 0.98 best af öllum bílum stock,

´94 M3 Ameríku týpa með Dinan fjöðrunar pakka og BFG G-Force dekk nær 1G

Aftur að því sem ég ætlaði að blaðra um,

Höndling

Grip að framan vs. að aftan er málið + þyngdardreifing / gæði dekkja - hæfni ökumanns til að nýta það sem að hann hefur

Hvað er það sem Jón Jónsson á nýju vettunni sinni þarf til að meika hana höndla almennilega,

Hæfileika!!!
Hver sem er getur keypt pakka til að bíll höndli betur en það verður að vera hæfileikar til að nýta þetta, eitthvað sem maður er alltaf að æfa einn á götum seint á kvöldin á leið heim að sofa :)

Drivers School er málið eða að keppa í einhverju eins og Auto-x þar sem að maður æfir sig sjálfur,
T.d Afhverju hefur Stefán á túrbó BMW 325i með coilovers unnið með 3sekúnda mun síðustu 2 keppnir, vegna þess að hann kann á sinn bíl, enda búinn að eiga síðan ´97 meðan sumir eru bara ný komnir á sinn og kunna ekki á hann,

Þegar maður er búinn að læra nóg til að fullnýta bílinn sinn þá er ekkert sniðugara en að fá sér nýjar fóðringa því að maður er líklega búinn með þær sem eru í á því að vera að æfa sig á bílnum :)

vá mér er illt í úlliðnum á að skrifa allt þetta dót :)

Jæja

Meira grip að framan þýðir betra turn-in og þ.e yfirstýring.
Meira grip að aftan þýðir betra grip úr beygjum minni líkur að missa í spól minni séns á að missa hann, þ.e undirstýring

Það sem hefur áhrif er þyngdardreifing í bílnum
grip dekkja framan og aftan,
sway bar á milli framfjöðrunar
sway bar á milli aftur fjöðrunar
stífleiki gorma framan og aftan
dempara reboun og bound,

Þar sem að mér sýnist þetta geta orðið bók þá spara ég orðin og skrifa bara aðeins í viðbót :)

Á óbreyttym bíl þá er hægt að prufa sig áfram með að stilla þrýsting í dekkjum, prufa að keyra með 34pund á low profile dekkjum og hækka svo að framan í kannski 38pund og sjá hvað gerist svo aftur dekkinn í 38 líka og sjá breytinguna, breytingin ætti að segja þér hvernig bílinn er uppsettur fjöðrunarlega séð

ef bílinn vill yfirstýra með 38 að framan þá er hann nú búinn að fá meira grip að framan með meira lofti, ef hann vill undirstýra þá hefur hann misst grip að framan,

Sama með afturendan ef hann vill losna þá er búið að stela gripi en annars ef hann vill hanga fastur þá er búið að auka grip þannig er hægt að fikra sig ofar og ofar þangað til að maður “fílar” bílinn sinn, sumir eru fyrir yfirstýringu en aðrir undir, sumir eins og ég vilja neutral balance, eða tossability, ég vil hafa hann snarpan í beygjum en að geta losað hann að aftan ef þess þarf, maður þarf auka hö og læsingu að aftan til þess

Segjum þetta gott í bili,
vá búinn að skrifa í klukkutíma, shit