Bentley Bentley hefur lengi verið í fremstu röð bílaframleiðenda í lúxus bílum, en á fyrri hluta síðustu aldar (sem allir geta núna verið sammála um að sé liðin) voru þeir öflugir í Formúlu 1 og Formula Libre eða frjálsu formúlunni. Nú hafa þeir verið keyptir (eins og allir aðrir) af Þjóðverjunum og höfðu margir beðið með blendnum tilfinningum eftir fyrsta bílnum eftir að þeir voru keyptir.
Og þegar hann kom var eins og ekkert hefði getað undirbúið almenning undir áfallið, hann þekkist varla sem Bentley, nema merkið sem er á nefinu og munstrið í grillinu og náttúrulega liturinn. Þessi bíll var hannaður við hliðina á Bugatti Veyron og er byggður á sömu grinnd, Lamborghini Diabli VT grindin (4wd). Vélin er hinsvegar gullmolinn, samsett úr tvemur Bentley V8 vélum, W16 á einum sveifarási og skilar um 630 hö úr 8 lítrum. Þetta allt á að skila flykkinu upp í 100 kmh á um 3.5 sek og upp í hámarkshraða yfir 320 kmh. Þótt að bíllinn virðist kannski ekki vera mjög stór, þá má benda á að felgurnar eru 20 tommu sem láta bílinn virðast minni…(og eru úr magnesíum)

Bentley hefur engin plön um að framleiða bílinn, þeir héldu því opnu en viðbrögðin voru ekkert alltof góð hjá núverandi Bentley eigendum. Hann hefði farið í framleiðslu árið 2003 og hefði verið aðeins mýkri í fjöðrun en venjulegir ofurbílar, aðalega vegna þess að Bentley gerir sér grein fyrir því að flest fólk (sérstaklega í Ameríku) keupir sér Bentley til að sýnast en ekki til að njóta akstursinns og keyra hratt.

Mitt persónulega álit er að þeir hefðu átt að gefa sk*t í gömlu Bentley rasshárin og framleiða bílinn, reyndar finnst mér að það ætti að framleiða alla svona bíla, m.a. báða Bugattiana og fleiri. Ég setti saman mynd af bílnum og sendi hana með greininni, persónulega sé ég ekkert að honum…

Nú hefur Bentley áhveðið að taka þátt í Le Mans þolkappakstrinum eftir um 30 ára fjarveru. þEir sýndu fyrstu opinberu myndirnar í desember af bílnum sem keppir, ekkert líkur þessum.
supergravity